Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 11:08 Skipverjarnir tveir Eduard Dektyarev og Alexander Vasilyev ásamt verjanda annars þeirra Halldóru Aðalsteinsdóttur. Vísir/Ívar Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður. Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður.
Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira