Klessti bíl og eigandinn kom í jakka einum fata á vettvang Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 14:03 Atvikið átti sér stað í Hlíðahverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í byrjun janúar á þessu ári við Hlíðaskóla í Hamrahlíð í Reykjavík. Tveir einstaklingar urðu vitni að atvikinu og sögðu manninn hafa klesst bílinn og fest hann, síðan losað hann, en svo gengið af vettvangi. Í kjölfarið kom kona sem sagðist vera eigandi bílsins. Í frumskýrslu lögreglu segir að hún hafi verið skólaus, í jakka einum fata og með blautt hár. Hún hafi verið í miklu uppnámi og bölvað manninum þar sem hún skyldi ekki hvers vegna hann hefði tekið bílinn svona ölvaður. Konan sagði manninn hafa verið að gista heima hjá sér, en þau væru ekki í smabandi. Hann hefði stolist á áfengi hennar og tekið bílinn í leyfisleysi. Hún hafi svo verið í sturtu þegar maðurinn bankaði uppá og spurt hvort bíllinn kostaði mikið vegna þess að hann hafi klesst hann og ætlað að borga fyrir viðgerð. Þá hafi hún hlaupið á vettvang. Lögreglan fór í kjölfarið á heimili konunnar og þar hafi maðurinn setið við tölvu með tónlist í gangi með bjór af gerðinni Bóndi við hönd. Maðurinn var handtekinn þar, en hann vildi sjálfur meina að hann hafi einungis fengið sér áfengi eftir aksturinn. Á lögreglustöð blés hann í áfengismæli og þá voru tekin blóðsýni úr honum. Þau sýndu að hann hafði verið undir áhrifum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en konan sem gaf einnig skýrslu bar vitni um að hann hefði vissulega verið ölvaður. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa aðhann hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn, en vísað var í niðurstöðu rannsóknarstofu í lyfjafræði. Líkt og áður segir er manninum gert að greiða 240 þúsund krónur eða sitja í fangelsi í átján daga. Þá er hann sviptur ökuréttindum í tvö og hálft ár og er gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í byrjun janúar á þessu ári við Hlíðaskóla í Hamrahlíð í Reykjavík. Tveir einstaklingar urðu vitni að atvikinu og sögðu manninn hafa klesst bílinn og fest hann, síðan losað hann, en svo gengið af vettvangi. Í kjölfarið kom kona sem sagðist vera eigandi bílsins. Í frumskýrslu lögreglu segir að hún hafi verið skólaus, í jakka einum fata og með blautt hár. Hún hafi verið í miklu uppnámi og bölvað manninum þar sem hún skyldi ekki hvers vegna hann hefði tekið bílinn svona ölvaður. Konan sagði manninn hafa verið að gista heima hjá sér, en þau væru ekki í smabandi. Hann hefði stolist á áfengi hennar og tekið bílinn í leyfisleysi. Hún hafi svo verið í sturtu þegar maðurinn bankaði uppá og spurt hvort bíllinn kostaði mikið vegna þess að hann hafi klesst hann og ætlað að borga fyrir viðgerð. Þá hafi hún hlaupið á vettvang. Lögreglan fór í kjölfarið á heimili konunnar og þar hafi maðurinn setið við tölvu með tónlist í gangi með bjór af gerðinni Bóndi við hönd. Maðurinn var handtekinn þar, en hann vildi sjálfur meina að hann hafi einungis fengið sér áfengi eftir aksturinn. Á lögreglustöð blés hann í áfengismæli og þá voru tekin blóðsýni úr honum. Þau sýndu að hann hafði verið undir áhrifum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en konan sem gaf einnig skýrslu bar vitni um að hann hefði vissulega verið ölvaður. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa aðhann hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn, en vísað var í niðurstöðu rannsóknarstofu í lyfjafræði. Líkt og áður segir er manninum gert að greiða 240 þúsund krónur eða sitja í fangelsi í átján daga. Þá er hann sviptur ökuréttindum í tvö og hálft ár og er gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira