Enski boltinn

Jonny Evans verður á­fram hjá Manchester United

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Erik Ten Hag og Jonny Evans verða báðir áfram hjá Manchester United.
Erik Ten Hag og Jonny Evans verða báðir áfram hjá Manchester United. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images

Hinn 36 ára gamli Jonny Evans hefur framlengt samning sinn við Manchester United um eitt ár.

Evans er uppalinn hjá Manchester United og lék með aðalliði félagsins frá 2006-15. Þaðan fór hann til West Bromwich Albion og síðan Leicester City.

Þegar hann varð samningslaus síðasta sumar fékk hann að æfa með unglingaliði Manchester United og skrifaði svo undir samning við félagið í september. Hugmyndin var að hann yrði til taks fyrir aðalliðið en myndi aðallega einbeita sér að þjálfun í akademíustarfinu.

Hann var heldur betur til taks, liðið lenti í miklum meiðslavandræðum í vörninni og þurfti að kalla til Evans alls þrjátíu sinnum, meðal annars í úrslitaleik FA bikarsins.

Það má þó gera ráð fyrir því að Evans sé ekki hugsaður sem fyrsti maður á blað á næsta tímabili, Manchester United vill sækja miðvörð í sumar og hefur sett sig í samband við Matthijs de Ligt og Jarrad Branthwaite.


Tengdar fréttir

Man. Utd bannað að kaupa varnar­mann en leyft að spila

Fjármálaráð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að leyfa bæði Manchester United og Manchester City að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð, en bannað United að kaupa eftirsóttan varnarmann frá Nice.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×