Enski boltinn

Füllkrug til West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Niclas Füllkrug í búningi West Ham United.
Niclas Füllkrug í búningi West Ham United. getty/West Ham United FC

West Ham United hefur keypt þýska framherjann Niclas Füllkrug frá Borussia Dortmund.

Füllkrug skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham. Talið er að félagið hafi greitt um 27,5 milljónir punda fyrir framherjann marksækna.

West Ham reyndi að kaupa Füllkrug í fyrra en hann fór þess í stað til Dortmund. Hann skoraði fimmtán mörk fyrir liðið í öllum keppnum og átti stóran þátt í að það komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Füllkrug, sem er 31 árs, skoraði tvö mörk fyrir Þýskaland á EM í sumar. Hann hefur alls gert þrettán mörk í 21 landsleik.

Füllkrug er fimmti leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar. Áður voru Max Kilman, Luis Guilherme, Wes Foderingham og Crysencio Summerville komnir til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×