Var fyrst í kúluvarpi til að fá pásu frá handboltanum en er nú komin á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 10:00 Erna Sóley Gunnarsdóttir er búin að eiga flott sumar. Íslandsmet og Íslandsmeistaratitill og svo farseðill á Ólympíuleikana í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir verður fyrsti kvenkyns kúluvarpari sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum en hún er á leið til Parísar seinna í þessum mánuði. Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Sjá meira
Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti