„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2024 13:07 Einar Þór Sand formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi Vísir Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“ Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“
Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira