Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 07:38 Trump segir að skot hafi hæft sig í eyrað. Getty Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira