Kólumbíski þjálfarinn ósáttur við Shakiru tónleika í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:31 Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu og stærsta tónlistarstjarn þjóðarinnar, Shakira. Getty/Gilbert Flores&EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu, bættist í hóp þeirra þjálfara sem hafa gagnrýnt skipulag og umgjörð Suðurameríkukeppninnar sem fer fram í Bandaríkjunum og klárast með úrslitaleik seint í kvöld. Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni. Copa América Kólumbía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni.
Copa América Kólumbía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira