Leysingar hugsanleg orsök E.coli bakteríu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júlí 2024 12:46 E-coli baktería greindist í einu sýni úr neysluvatni á Siglufirði í gær. Tekin voru fleiri sýni í kjölfarið. Vísir/Egill E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segist vona að bakterían hafi fundist vegna mikilla leysinga í vatninu, en erfitt sé að vera með vangaveltur um orsakir og hugsanlegar lausnir áður en niðurstöður úr hinum sýnatökunum berast á morgun. Niðurstöður á morgun „Ég er nú að vonast til þess að þetta hafi mögulega einungis verið vegna þess að það hafi verið leysingar í vatninu og að geislabúnaðurinn sem hreinsar vatnið hafi ekki virkað sem skyldi. En við sjáum bara hvað niðurstöðurnar leiða í ljós í fyrramálið,“ segir Sigurjón. Hugsanlega þurfi að bregðast við með betri síunarbúnaði og þess háttar, en það fari bara eftir því hverjar niðurstöðurnar verða úr sýnatökunum á morgun. „Það var þarna eitt vatnsból sem var viðkvæmt og ekki með útfjólubláu ljósi á, en það hefur verið lagt af,“ segir Sigurjón. Unnið verði að úrbótum ef þörf krefur Málið verði skoðað í vikunni og unnið hratt og vel af Siglufjarðarbæ þegar niðurstöðurnar eru komnar. Hann ítrekar að erfitt sé að vera með miklar vangaveltur út frá þessu eina sýni. Ákvörðun hafi verið tekin um að gefa út viðvörun í varúðarskyni. Sjálfsagt sé að hafa varann á sér, sérstaklega fyrir þá sem eru með skert ónæmiskerfi. Fjallabyggð Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segist vona að bakterían hafi fundist vegna mikilla leysinga í vatninu, en erfitt sé að vera með vangaveltur um orsakir og hugsanlegar lausnir áður en niðurstöður úr hinum sýnatökunum berast á morgun. Niðurstöður á morgun „Ég er nú að vonast til þess að þetta hafi mögulega einungis verið vegna þess að það hafi verið leysingar í vatninu og að geislabúnaðurinn sem hreinsar vatnið hafi ekki virkað sem skyldi. En við sjáum bara hvað niðurstöðurnar leiða í ljós í fyrramálið,“ segir Sigurjón. Hugsanlega þurfi að bregðast við með betri síunarbúnaði og þess háttar, en það fari bara eftir því hverjar niðurstöðurnar verða úr sýnatökunum á morgun. „Það var þarna eitt vatnsból sem var viðkvæmt og ekki með útfjólubláu ljósi á, en það hefur verið lagt af,“ segir Sigurjón. Unnið verði að úrbótum ef þörf krefur Málið verði skoðað í vikunni og unnið hratt og vel af Siglufjarðarbæ þegar niðurstöðurnar eru komnar. Hann ítrekar að erfitt sé að vera með miklar vangaveltur út frá þessu eina sýni. Ákvörðun hafi verið tekin um að gefa út viðvörun í varúðarskyni. Sjálfsagt sé að hafa varann á sér, sérstaklega fyrir þá sem eru með skert ónæmiskerfi.
Fjallabyggð Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27