Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2024 15:29 Nokkuð hörð samkeppni hefur myndast á borðabókunarmarkaði milli Kjartans Þórissonar framkvæmdastjóra Noona og Ingu Tinnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Dineout. vísir Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. Í síðustu viku komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu með bráðabirgðaákvörðun að fyrirtækið Noona hefði sennilega brotið samkeppnislög með því að reyna að ná til sín nýjum viðskipavinum með vísan til samruna Símans og Noona sem ekki hefur gengið í gegn. Þann 8. júní undirritaði Síminn kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Noona. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í „vistkerfi Noona viðskiptavinum til hagsbóta“. Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona heldur áfram að vinna náið með Símanum, eins og segir í tilkynningunni. Viðskiptin voru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem starfsmenn Noona virðast ekki hafa getað beðið eftir. Samkeppnisaðilinn Dineout kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Noona. Í kvörtun Dineout fylgdu tölvupóstar sem starfsmenn Noona höfðu sent meðal annars á viðskiptavini Dineout. „Töluvert stærra reach en Dineout“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er einn slíkur póstur birtur í heild sinni. Þar segir starfsmaður Noona viðskiptavininum frá kaupum Símans. „Sem þýðir það að núna erum við í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað. Síminn er einn stærsti auglýsandi á landinu og eiga núna í kringum 96% af öllum auglýsingaskiltum á landinu því þeir keyptu fyrirtæki sem heitir Billboard. Þeir hafa heitið því að gera Noona að household nafni og blása í alla lúðra hvað það varðar,“ segir í einum tölvupósti. „Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Í öðrum tölvupósti segir starfsmaður að Noona sé þegar búið að fá til sín „þessa stóru staði“ og nefnir tvo veitingastaði en nöfn þeirra hafa verið afmáð í ákvörðuninni. Noona kynnti borðabókunarkerfi sitt til leiks í maí. „Þeir [Síminn] hafa heitið því að blása í alla lúðra og koma Noona inn á flest heimili landsins í gegnum Sjónvarp Símans. Þeir eiga í dag 96% af öllum digital auglýsingaskiltum landsins og ætla að fara all in í marketing samhliða okkar eigin herferð að kynna nýja markaðstorgið okkar. Þið gætuð heldur betur fengið að taka þátt í því og njóta góðs af því marketing stunti hjá okkur.“ Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að með þessari háttsemi sé sennilegt að fyrirtækið hafi brotið bann við því að markaðssetja samruna áður en hann hefur gengið í gegn. Síminn og Noona skuli því tafarlaust láta af allri markaðssetningu sem felur í sér hvers kyns tilboð um viðskipti við fyrirtækin. Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout segir í samtali við fréttastofu að málið sé alvarlegt en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fyrirtæki fari á markað til að sigra Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona segir fyrirtækið hafa lært af úrskurðinum. „Við erum að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta sinn. Hvað þá þessi sölumaður sem vissi ekki að hann væri að gera neitt sem væri á gráu svæði. En um leið og við fáum þetta erindi frá Dineout þá stöðvum við þetta. Á sama tíma verður mikilvæg breyta í endanlegum úrskurði að, það var ekkert samráð milli Noona og Símans um að fara í þessa sameiginlegu markaðssetningu,“ segir Kjartan Þórisson. Kjartan Þórisson.vísir/vilhelm Varðandi markmið Noona að „taka yfir“ markaðinn líkir Kjartan samkeppninni við íþróttalið sem fari í alla leiki til að sigra. „Fyrirtæki fara á markað til að sigra, að sjálsögðu. Mikilvægara er að okkar markmið er að bjóða veitingahúsum og neytendum upp á annan hagstæðan valkost.“ „Þau bera höfuð og herðar yfir alla á þessum markaði. Það má segja að veitingahús séu háð bókunum í gegnum Dineout markaðstorgið enda ekki verið neinn annar valkostur,“ segir Kjartan sem vonar að samkeppnin verði neytendum fyrir bestu. Ofbauð yfirlýsing um blóðmjólkun Noona kynnti innreið sína á bókunarmarkað þann 20. maí. Í fréttatilkynningu Noona eru bókunarfyrirtækin Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ var haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. Þeir Jón Hilmar og Kjartan Þórisson sögðust vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni. Inga Tinna brást ókvæða við þessum yfirlýsingum. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið,“ sagði Inga Tinna í samtali við Vísi. Hún sagði það villandi að halda því fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ Inga Tinna sagði algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða. Samkeppnismál Veitingastaðir Tækni Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Í síðustu viku komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu með bráðabirgðaákvörðun að fyrirtækið Noona hefði sennilega brotið samkeppnislög með því að reyna að ná til sín nýjum viðskipavinum með vísan til samruna Símans og Noona sem ekki hefur gengið í gegn. Þann 8. júní undirritaði Síminn kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Noona. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í „vistkerfi Noona viðskiptavinum til hagsbóta“. Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona heldur áfram að vinna náið með Símanum, eins og segir í tilkynningunni. Viðskiptin voru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem starfsmenn Noona virðast ekki hafa getað beðið eftir. Samkeppnisaðilinn Dineout kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Noona. Í kvörtun Dineout fylgdu tölvupóstar sem starfsmenn Noona höfðu sent meðal annars á viðskiptavini Dineout. „Töluvert stærra reach en Dineout“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er einn slíkur póstur birtur í heild sinni. Þar segir starfsmaður Noona viðskiptavininum frá kaupum Símans. „Sem þýðir það að núna erum við í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað. Síminn er einn stærsti auglýsandi á landinu og eiga núna í kringum 96% af öllum auglýsingaskiltum á landinu því þeir keyptu fyrirtæki sem heitir Billboard. Þeir hafa heitið því að gera Noona að household nafni og blása í alla lúðra hvað það varðar,“ segir í einum tölvupósti. „Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Í öðrum tölvupósti segir starfsmaður að Noona sé þegar búið að fá til sín „þessa stóru staði“ og nefnir tvo veitingastaði en nöfn þeirra hafa verið afmáð í ákvörðuninni. Noona kynnti borðabókunarkerfi sitt til leiks í maí. „Þeir [Síminn] hafa heitið því að blása í alla lúðra og koma Noona inn á flest heimili landsins í gegnum Sjónvarp Símans. Þeir eiga í dag 96% af öllum digital auglýsingaskiltum landsins og ætla að fara all in í marketing samhliða okkar eigin herferð að kynna nýja markaðstorgið okkar. Þið gætuð heldur betur fengið að taka þátt í því og njóta góðs af því marketing stunti hjá okkur.“ Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að með þessari háttsemi sé sennilegt að fyrirtækið hafi brotið bann við því að markaðssetja samruna áður en hann hefur gengið í gegn. Síminn og Noona skuli því tafarlaust láta af allri markaðssetningu sem felur í sér hvers kyns tilboð um viðskipti við fyrirtækin. Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout segir í samtali við fréttastofu að málið sé alvarlegt en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fyrirtæki fari á markað til að sigra Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona segir fyrirtækið hafa lært af úrskurðinum. „Við erum að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta sinn. Hvað þá þessi sölumaður sem vissi ekki að hann væri að gera neitt sem væri á gráu svæði. En um leið og við fáum þetta erindi frá Dineout þá stöðvum við þetta. Á sama tíma verður mikilvæg breyta í endanlegum úrskurði að, það var ekkert samráð milli Noona og Símans um að fara í þessa sameiginlegu markaðssetningu,“ segir Kjartan Þórisson. Kjartan Þórisson.vísir/vilhelm Varðandi markmið Noona að „taka yfir“ markaðinn líkir Kjartan samkeppninni við íþróttalið sem fari í alla leiki til að sigra. „Fyrirtæki fara á markað til að sigra, að sjálsögðu. Mikilvægara er að okkar markmið er að bjóða veitingahúsum og neytendum upp á annan hagstæðan valkost.“ „Þau bera höfuð og herðar yfir alla á þessum markaði. Það má segja að veitingahús séu háð bókunum í gegnum Dineout markaðstorgið enda ekki verið neinn annar valkostur,“ segir Kjartan sem vonar að samkeppnin verði neytendum fyrir bestu. Ofbauð yfirlýsing um blóðmjólkun Noona kynnti innreið sína á bókunarmarkað þann 20. maí. Í fréttatilkynningu Noona eru bókunarfyrirtækin Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ var haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. Þeir Jón Hilmar og Kjartan Þórisson sögðust vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni. Inga Tinna brást ókvæða við þessum yfirlýsingum. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið,“ sagði Inga Tinna í samtali við Vísi. Hún sagði það villandi að halda því fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ Inga Tinna sagði algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða.
Samkeppnismál Veitingastaðir Tækni Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent