Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 16:04 Trump segir frávísunina aðeins upphafið að endalokum allra dómsmála sem hann stendur í. getty Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira