Innlent

Tvö þyrluútköll á Suður­landi í gær og í nótt

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út tvisvar.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út tvisvar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi óskaði í tvígang eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt vegna göngumanna sem lentu í vandræðum á fjöllum.

Þor­steinn Krist­ins­son­, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, segir í samtali við fréttastofu að fyrra útkallið hafi verið fyrri partinn í gær vegna eins göngumanns í sjálfheldu við fjallið Strút við Mýrdalsjökuls.

Seinna útkallið var við Vestrahorn, austur við Hornafjörð, en þar voru tveir menn í vandræðum. „Það stóð yfir frá því í gærkvöldi og fram á nótt,“ segir Þorsteinn.

Engin slys urðu á fólki í þessum málum. „Þetta er bara fólk sem lenti í vandræðum, enda er fólk um allar trissur núna í þessu góða veðri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×