Klára kvótann á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 13:40 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Útlit er fyrir að kvóti til strandveiða klárist á morgun. Talsmaður smábátaeigenda segir kerfið eiga að geta gengið þannig að veitt sé út ágústmánuð. Leyfilegur heildarafli til strandveiða á þorski er 12.100 tonn. Framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda segir 486 tonn hafa verið eftir í morgun. „Við ætlum að fá að nýta þetta alveg til fulls. Ég reikna með að dagurinn í dag og dagurinn á morgun muni nægja til að klára þessar veiðiheimildir sem okkur var úthlutað,“ segir framkvæmdastjórinn Örn Pálsson. Í lok júlí ákvað matvælaráðherra að bæta 2.000 tonnum við kvótann þeirra, en smábátaeigendur fóru fram á 2.600 tonn. „En fengum þessi 2.000. Síðan hafa gæftir verið þokkalegar og það dregur ekkert úr fiskeríinu. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“ Stefna að breytingum til lengri tíma Hann segir menn þrátt fyrir það skúffaða yfir því að kvótinn klárist um hásumar. „Þetta á að vera kerfi, algjörlega sjálfbært, út ágúst. Við stefnum að því að ná því fram, engin spurning.“ Hann segir bátum hafa fjölgað, og því væri eðlilegt að veiðiheimildir myndu aukast. Að loknum 39. degi hafi 756 bátar farið á veiðar. „Síðan er eitt, það hefur aukist mjög þorskurinn á miðunum. Það er mun auðveldara fyrir bátana að ná skammtinum sínum, þessum 774 kílóum af fiski. Þetta segir okkur það að það þarf að auka við veiðiheimildirnar,“ segir Örn. Sjávarútvegur Strandveiðar Tengdar fréttir Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 2. júlí 2024 11:53 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Leyfilegur heildarafli til strandveiða á þorski er 12.100 tonn. Framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda segir 486 tonn hafa verið eftir í morgun. „Við ætlum að fá að nýta þetta alveg til fulls. Ég reikna með að dagurinn í dag og dagurinn á morgun muni nægja til að klára þessar veiðiheimildir sem okkur var úthlutað,“ segir framkvæmdastjórinn Örn Pálsson. Í lok júlí ákvað matvælaráðherra að bæta 2.000 tonnum við kvótann þeirra, en smábátaeigendur fóru fram á 2.600 tonn. „En fengum þessi 2.000. Síðan hafa gæftir verið þokkalegar og það dregur ekkert úr fiskeríinu. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“ Stefna að breytingum til lengri tíma Hann segir menn þrátt fyrir það skúffaða yfir því að kvótinn klárist um hásumar. „Þetta á að vera kerfi, algjörlega sjálfbært, út ágúst. Við stefnum að því að ná því fram, engin spurning.“ Hann segir bátum hafa fjölgað, og því væri eðlilegt að veiðiheimildir myndu aukast. Að loknum 39. degi hafi 756 bátar farið á veiðar. „Síðan er eitt, það hefur aukist mjög þorskurinn á miðunum. Það er mun auðveldara fyrir bátana að ná skammtinum sínum, þessum 774 kílóum af fiski. Þetta segir okkur það að það þarf að auka við veiðiheimildirnar,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Strandveiðar Tengdar fréttir Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 2. júlí 2024 11:53 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 2. júlí 2024 11:53