Innherji

Ari­on: Ferð­­a­­þjón­­ust­­a mun sækj­­a í sig veðr­­ið á næst­­a ári

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Greiningardeild Arion banka spáir því í uppfærðri efnahagsspá að það leggi 2,2 milljónir ferðamanna leið sína um Keflavíkurflugvöll í ár, rétt eins og í fyrra. Í apríl spáði hún að fjöldi ferðamanna yrði um 2,3 milljónir.
Greiningardeild Arion banka spáir því í uppfærðri efnahagsspá að það leggi 2,2 milljónir ferðamanna leið sína um Keflavíkurflugvöll í ár, rétt eins og í fyrra. Í apríl spáði hún að fjöldi ferðamanna yrði um 2,3 milljónir. Vísir/Vilhelm

Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.


Tengdar fréttir

Fjár­festar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða

Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum.

Hót­­el­r­ek­­end­­ur von­ast til að sala hrökkv­i í gang eft­­ir af­­bók­­an­­ir

Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×