„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 19:18 Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans. Vísir Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira