Innlent

Stór­hættu­legur fram­úr­akstur á Holta­vörðu­heiði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Litlu mátti muna að lífshættulegur árekstur hefði orðið.
Litlu mátti muna að lífshættulegur árekstur hefði orðið. Aðsend

Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.

DV greindi fyrst frá málinu.

Róbert gaf fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta myndbandið og sagði einnig frá atvikinu eins og hann upplifði það.

„Ég var með átta metra hjólhýsi í eftirdragi og ég fer ekki mikið hærra en 90. Ég átti alveg von á því að bílar myndu fara framhjá og gaf þeim oft tækifæri til þess með því að hægja hraðann. Svo fóru þessir tveir þarna framhjá og svo ég jók hraðann aftur. Svo kemur þessi vitleysingur þarna í lokin og ég hélt að ég yrði aðili að einhverjum svakalegum árekstri,“ segir hann.

Hann sagðist þá hafa hægt talsvert á ferðinni en bætti við að það væri stórhættulegt að nauðhemla með tveggja tonna hjólhýsi í afturdragi. Hann var með tvö börn í aftur í.

„Það sem fólki liggur á er alveg ótrúlegt en það eru nokkrir sem halda að þeir séu ódrepandi,“ segir Róbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×