Dósent við HÍ „óskaði þess að árásarmaðurinn hefði hitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 14:23 Viðbrögðin við ummælunum hafa verið misjöfn. Vísir/Samsett Erna Magnúsdóttir dósent í læknadeild Háskóla Íslands skrifaði athugasemd við færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa óskað þess að skotmaðurinn sem gerði banatilræði gegn Donaldi Trump forsetaframbjóðanda hefði hæft hann. Erna segist standa við orð sín en að auðvelt sé að taka þau úr samhengi. Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“ Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira