Innlent

Hinn látni í Suðursveit ungur pólskur maður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Maðurinn fannst látinn fyrir botni Birnudals síðdegis þann 5. júlí. 
Maðurinn fannst látinn fyrir botni Birnudals síðdegis þann 5. júlí. 

Göngumaðurinn sem fannst látinn í Suðursveit fyrr í mánuðinum var 22 ára pólskur maður sem starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi. 

DV greindi fyrst frá og vísaði í Instagram færslu Dawid Siódmiak, þar sem hann greinir frá andláti vinar síns, Ignacy. Dawid og Ignacy unnu saman á bóndabæ hér á landi, að því er kemur fram í færslu Dawids. 

Í frétt Vísis um leitina segir að maður hafi haldið af stað einn síns liðs og ætlað að ganga að Miðfellseggi að morgni dags þann 4. júlí. Daginn eftir hafi hann fundist látinn í fjalllendi í Suðursveit. Pólskir miðlar greina frá því að Ignacy hafi látist þann 4. júlí í göngu á hálendi Íslands. 

„Ignacy fór í fjallgöngu á hverjum einasta degi fyrir vinnu. Á frídegi sínum valdi hann að ganga lengri og meira krefjandi leið, en hann sneri aldrei aftur,“ skrifar Dawid Siodmiak á Instagram. 

Hann segir að fyrir tæpum þremur vikum hafi vinirnir gengið á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands. Það hafi verið þeirra síðasta gönguferð saman. 


Tengdar fréttir

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.

Fannst fyrir botni Birnudals

Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×