Lífið

Nauta­steik með bernaise-sósu og fersku pestói

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Linda er matgæðingur fram í fingurgóma.
Linda er matgæðingur fram í fingurgóma.

Linda Benediktsdóttir matgæðingur útbjó öðruvísi og girnilega útfærslu af grillaðri nautasteik, með bernaise sósu og fersku grænu pestói. Hún segir samsetninguna afar ljúffenga. 

Linda segir mikilvægt að leyfa kjötinu á ná stofuhita áður en það er matreitt. 

„Svo er mikilvægt að elda það á meðalhita og passa að ofelda það ekki. Mér finnst persónulega best að nota kjöthitamæli. Leyfið kjötinu aðeins að standa eftir eldun, miða við 10-15 mínútur. Hafa ber í huga að kjötið heldur aðeins áfram að eldast þó svo að búið sé að taka það af grillinu, en það verður talsvert safaríkara og mýkra ef það fær að standa eftir grillun,“ segir Linda.


Kjarnhiti nautakjöts:

Lítið steikt / 52-55°

Lítið miðlungs / 55-60°

Miðlungs / 60-65°

Miðlungs mikið / 65-69°

Mikið steikt / 71-100°

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói

Hráefni:

Piparkryddlegnar Sælkeranauts nautagrillsteikur

Maísstönglar ferskir

Smælki

Ólífu olía

Salt

Aspas

Grænt ferkst pestó (uppskrift hér fyrir neðan)

Bernais sósa (uppskrift hér fyrir neðan)

Aðferð:

Takið steikurnar úr kæli og leyfið þeim að ná stofuhita áður en þær eru eldaðar.

Kveikið á grillinu og setjið maísstönglana á grillið með blöðunum. Snúið þeim reglulega.

Skerið smælki í helminga og raðið á grillbakka. Bætið ólífu olíu yfir og saltið. Setjiið á grillið og hrærið reglulega í.

Þegar smælkið er hálfeldað, 
bætið þá aspasnum á bakkann og setjið olífu olíu og salt yfir.

Berið fram með grænu pestói og bernaise sósu.


Grænt ferkst pestó

30 g ferskt basil

15 g fersk steinselja

1 msk sítrónusafi

Sítrónubörkur af 1/2 sítrónu

1 stk hvítlauksgeiri

2 msk rifinn parmesan

1 dl bragðgóð extra virgin ólífu olía

Aðferð:

Setjið öll innihaldsefnin í blandara og maukið á lágum styrk. Blandan á að vera nokkuð gróf maukuð.


Bernaise sósa

4 eggjarauður

400 g brætt smjör

2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)

2 tsk estragon (magn eftir smekk)

Pipar (magn eftir smekk)

Salt

Aðferð:

Brjótið eggin og aðskiljið eggjahvítur og eggjarauður.

Bræðið smjör á vægum hita.

Þeytið eggjarauðurnar varlega í smá stund í hrærivél þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. (takið þeytarann upp reglulega og teiknið tölustafinn átta snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. 
Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega í örfáar sek. þá eru eggjarauðurnar tilbúnar).

Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann rólega í gangi.

Setjið bearnaise essens út í sósuna og hrærið saman, bætið því næst estragon við og hrærið saman.

Saltið og piprið sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og bætsvo eftir smekk.

Fleirir uppskriftir má nálgast á vefsíðu hennar Lindaben.is


Tengdar fréttir

Sumarlegur fiskréttur á pönnu

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengan og sumarlegan fiskrétt á dögunum. Rétturinn er einfaldur og kjörinn í matarboðið á björtu sumarkvöldi.

Sumarlegir og dísætir jarðaberjapinnar að hætti Kristu

María Krista Heiðarsdóttir, jafnan þekkt sem Krista ketó, deildi einfaldri og dísætri uppskrift á Instagram að sumarlegum jarðaberja-jógúrtpinnum sem hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið. 

Litríkur og ljúffengur vikumatseðill Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, heilsukokkur deilir litríkum og ljúffengum vikumatseðli með lesendum Vísis þessa vikuna. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ættu að falla vel í kramið hjá matgæðingum landsins.

Syndsamlega góð bananasnickersstykki

Helga Gabríela heilsukokkur og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af frosnum bananasnickersstykkjum á samfélagsmiðli sínum sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt.

Eftirlætis kjúklingasalat Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að kjúklingasalati með sætum kartöflum, döðlum og sinnepsdressingu með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir réttinn bragðgóðan og vera í miklu uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×