Standa enn í harðvítugum deilum átta árum eftir sambandsslitin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 12:24 Pitt og Jolie þegar allt lék í lyndi. Getty/PA Images/Justin Tallis Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í harðvítugum deilum, átta árum eftir að Jolie sótti um skilnað og þremur árum eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People. Hollywood Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People.
Hollywood Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira