Standa enn í harðvítugum deilum átta árum eftir sambandsslitin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 12:24 Pitt og Jolie þegar allt lék í lyndi. Getty/PA Images/Justin Tallis Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í harðvítugum deilum, átta árum eftir að Jolie sótti um skilnað og þremur árum eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People. Hollywood Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Sjá meira
Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People.
Hollywood Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Sjá meira