Landsbankinn hagnaðist um 16 milljarða eftir skatt Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 15:56 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta segir í fréttatilkynningu um uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024. Þar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra að uppgjörið sé sterkt og öll fjárhagsleg markmið sem bankinn hafði sett sér hafi náðst. „Arðsemi er í samræmi við markmið og kostnaðarhlutfallið er með því lægsta sem gerist. Vaxtatekjur eru sterkar en vel hefur tekist til við ávöxtun á lausafé bankans.“ Kaupin á TM stærsti viðburðurinn Stærsti viðburður síðasta fjórðungs hafi verið undirritun á samningi um kaup bankans á TM en markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Kaupin bíði nú samþykkis frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitinu. Nýjungar í appi og neyðarþjónusta Þá er haft eftir Lilju að þjónustutekjur lækki eilítið, eftir sérlega góðan árangur á sama tímabili í fyrra, en leitnin sé upp á við. Kraftmikil þróun og nýjungar í appi, ásamt fjölgun fyrirtækja í viðskiptum skili bankanum auknum tekjum, hvort sem er í gegnum færsluhirðingu eða aðra þjónustu. „Við erum stolt af þeim glæsilega árangri sem hefur náðst við að innleiða nýja þjónustu í Landsbankaappið. Samhliða hefur öryggi verið aukið með nýrri neyðarþjónustu þar sem viðskiptavinir geta lokað á allan aðgang á augabragði, bæði að greiðslukortum, appi og netbanka og ekki er hægt að opna aftur nema hafa samband við bankann.“ Ánægja viðskiptavina skili árangri til frambúðar Bankinn leggi áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið. Árangur birtist í góðu uppgjöri, hagkvæmum rekstri og góðum skilningi á flóknu rekstrarumhverfi sem sé reglulega rýnt af eftirlitsaðilum. „Við höfum fjölgað tekjustoðum og bjóðum mjög fjölbreytta bankaþjónustu sem flestir viðskiptavinir nýta sér daglega eða oftar. Ég er ánægð með hversu vel starfsfólki bankans tekst að eiga við ólíkar áskoranir og breytingar á starfsumhverfi bankans. Ekkert okkar missir sjónar á því allra mikilvægasta, að viðskiptavinir séu ánægðir og fái hagkvæma og góða þjónustu, því það mun skila okkur árangri til framtíðar.“ Helstu atriði úr uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024 Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9% og vaxtamunur heimila á tímabilinu var 2%. Hreinar vaxtatekjur voru 29,1 milljarður króna og hreinar þjónustutekjur voru 5,4 milljarðar króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 3,5 milljarða króna, en stór hluti virðisbreytinga eru vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Kostnaðarhlutfall er 33,1% samanborið við 36,1% á sama tímabili árið 2023. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,4% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,4% heildarkröfu um eiginfjárgrunn. Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður 30. maí. Helstu atriði úr rekstri og efnahag á öðrum ársfjórðungi (2F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 2F 2024 nam 9,0 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 6,7 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 11,7% á 2F 2024, samanborið við 9,5% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,8 milljarðar króna en þær námu 14,5 milljörðum króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,6 milljörðum króna en voru 2,7 milljarðar króna á 2F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 746 milljónir króna á 2F 2024. Í maí birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit um túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins er varða fasteignalán og skilmála í neytendasamningum. Álitið var veitt að beiðni héraðsdóms í tveimur dómsmálum, annað þeirra höfðað gegn Landsbankanum, og varðar forsendur fyrir ákvörðun vaxta á fasteignalánum. Umrætt dómsmál gagnvart Landsbankanum verður nú tekið til áframhaldandi meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsbankinn og Kvika undirrituðu samkomulag um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. þann 30. maí 2024, í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Kaupverð TM er 28,6 milljarðar króna en endanleg greiðsla fyrir félagið er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 7% frá áramótum, eða um 107,7 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 23,5 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 84,2 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif tæpur 1 milljarður króna til lækkunar. Innlán jukust um 9,5% frá áramótum, eða um tæpa 100 milljarða króna. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 48%. Í lok annars ársfjórðungs hafði meirihluti viðskiptavina í Grindavík með íbúðalán hjá bankanum kosið að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. fasteignir sínar. Afgreiðslu á viðskiptum á milli þessara aðila var ekki að fullu lokið á fjórðungnum en þá var búið að greiða upp íbúðalán til 398 einstaklinga sem eru í viðskiptum við bankann og veita fasteignafélaginu lán að fjárhæð 10,3 milljarðar króna. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans var 177% í lok 2F 2024, samanborið við 165% í lok 2F 2023. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024. Þar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra að uppgjörið sé sterkt og öll fjárhagsleg markmið sem bankinn hafði sett sér hafi náðst. „Arðsemi er í samræmi við markmið og kostnaðarhlutfallið er með því lægsta sem gerist. Vaxtatekjur eru sterkar en vel hefur tekist til við ávöxtun á lausafé bankans.“ Kaupin á TM stærsti viðburðurinn Stærsti viðburður síðasta fjórðungs hafi verið undirritun á samningi um kaup bankans á TM en markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Kaupin bíði nú samþykkis frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitinu. Nýjungar í appi og neyðarþjónusta Þá er haft eftir Lilju að þjónustutekjur lækki eilítið, eftir sérlega góðan árangur á sama tímabili í fyrra, en leitnin sé upp á við. Kraftmikil þróun og nýjungar í appi, ásamt fjölgun fyrirtækja í viðskiptum skili bankanum auknum tekjum, hvort sem er í gegnum færsluhirðingu eða aðra þjónustu. „Við erum stolt af þeim glæsilega árangri sem hefur náðst við að innleiða nýja þjónustu í Landsbankaappið. Samhliða hefur öryggi verið aukið með nýrri neyðarþjónustu þar sem viðskiptavinir geta lokað á allan aðgang á augabragði, bæði að greiðslukortum, appi og netbanka og ekki er hægt að opna aftur nema hafa samband við bankann.“ Ánægja viðskiptavina skili árangri til frambúðar Bankinn leggi áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið. Árangur birtist í góðu uppgjöri, hagkvæmum rekstri og góðum skilningi á flóknu rekstrarumhverfi sem sé reglulega rýnt af eftirlitsaðilum. „Við höfum fjölgað tekjustoðum og bjóðum mjög fjölbreytta bankaþjónustu sem flestir viðskiptavinir nýta sér daglega eða oftar. Ég er ánægð með hversu vel starfsfólki bankans tekst að eiga við ólíkar áskoranir og breytingar á starfsumhverfi bankans. Ekkert okkar missir sjónar á því allra mikilvægasta, að viðskiptavinir séu ánægðir og fái hagkvæma og góða þjónustu, því það mun skila okkur árangri til framtíðar.“ Helstu atriði úr uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024 Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9% og vaxtamunur heimila á tímabilinu var 2%. Hreinar vaxtatekjur voru 29,1 milljarður króna og hreinar þjónustutekjur voru 5,4 milljarðar króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 3,5 milljarða króna, en stór hluti virðisbreytinga eru vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Kostnaðarhlutfall er 33,1% samanborið við 36,1% á sama tímabili árið 2023. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,4% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,4% heildarkröfu um eiginfjárgrunn. Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður 30. maí. Helstu atriði úr rekstri og efnahag á öðrum ársfjórðungi (2F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 2F 2024 nam 9,0 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 6,7 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 11,7% á 2F 2024, samanborið við 9,5% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,8 milljarðar króna en þær námu 14,5 milljörðum króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,6 milljörðum króna en voru 2,7 milljarðar króna á 2F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 746 milljónir króna á 2F 2024. Í maí birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit um túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins er varða fasteignalán og skilmála í neytendasamningum. Álitið var veitt að beiðni héraðsdóms í tveimur dómsmálum, annað þeirra höfðað gegn Landsbankanum, og varðar forsendur fyrir ákvörðun vaxta á fasteignalánum. Umrætt dómsmál gagnvart Landsbankanum verður nú tekið til áframhaldandi meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsbankinn og Kvika undirrituðu samkomulag um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. þann 30. maí 2024, í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Kaupverð TM er 28,6 milljarðar króna en endanleg greiðsla fyrir félagið er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 7% frá áramótum, eða um 107,7 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 23,5 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 84,2 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif tæpur 1 milljarður króna til lækkunar. Innlán jukust um 9,5% frá áramótum, eða um tæpa 100 milljarða króna. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 48%. Í lok annars ársfjórðungs hafði meirihluti viðskiptavina í Grindavík með íbúðalán hjá bankanum kosið að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. fasteignir sínar. Afgreiðslu á viðskiptum á milli þessara aðila var ekki að fullu lokið á fjórðungnum en þá var búið að greiða upp íbúðalán til 398 einstaklinga sem eru í viðskiptum við bankann og veita fasteignafélaginu lán að fjárhæð 10,3 milljarðar króna. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans var 177% í lok 2F 2024, samanborið við 165% í lok 2F 2023.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira