Kretzschmar er staddur á Íslandi og hefur verið duglegur að birta myndir af því sem á daga hans hefur drifið á Instagram.
Kretzschmar hefur skoðað helstu náttúruperlur Íslands en hann gerði sér einnig ferð í Skipholtið í Reykjavík þar sem hans gamli samherji í Magdeburg, Sigfús Sigurðsson, rekur Fiskbúð Fúsa. Kretzschmar birti að sjálfsögðu mynd af þeim félögum en vel virtist fara á með þeim.
Sigfús og Kretzschmar léku saman hjá Magdeburg undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á árunum 2002-06. Þeir mættust líka margoft á handboltavellinum þegar Ísland og Þýskaland áttust við, meðal annars á EM 2002 þar sem Íslendingar unnu frækinn sigur.
Eftir að ferlinum lauk hefur Kretzschmar verið áberandi, meðal annars sem álitsgjafi í sjónvarpi.