Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 15:29 Baldur Þórhallsson gerði forsetakosningarnar vestanhafs að umtalsefni sínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53
„Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10