Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. júlí 2024 17:01 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir leik dgsins. vísir/Diego HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. „Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira