„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 20:30 Hallgrímur var sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti