Burstaði hlaupið en tapaði samt: Algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 11:00 Jake Odey-Jordan stakk alla af í hlaupinu en hætti að hlaupa og missti þrjá fram úr sér. Getty/Jurij Kodrun Breski spretthlauparinn Jake Odey-Jordan var yfirburðamaður í sínum riðli í 200 metra hlaupi á EM unglinga í Slóvakíu um helgina en endaði samt bara í fjórða sæti í hlaupinu og datt úr leik. Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira