Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2024 12:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er ekki sérlega sáttur við málflutning Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira