Kourani tekur upp íslenskt nafn Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. júlí 2024 15:11 Ekki liggur fyrir hvað Mohamad, áður Kourani en nú Th. Jóhannesson, gengur til með nafnabreytingunni. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Hann vill fella niður nafnið Kourani og taka upp millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson. Sýrlendingurinn Kourani hefur þegar fengið breytinguna í gegn hjá Þjóðskrá. Þar finnst enginn Mohamad Kourani lengur heldur Mohamad Thor Jóhannesson. Mbl greindi fyrst frá. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvers vegna hinn 31 árs gamli Mohamad valdi nöfnin Thor og Jóhannesson. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar bera nöfnin en þó enginn bæði, fyrr en nú. Mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, hafa vakið mikla athygli hér á landi. Hann var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri ofbeldisbrot. Fórnarlamb í manndrápstilraunarmálinu lýsti því hvernig fjölskylda hans hefði flúið land. Þá væri hann viss um að Mohamad myndi reyna að drepa barnið sitt ef hann kæmist úr fangelsi. Sjálfur sagðist Mohamad ekki vera ógnandi maður heldur venjulegur maður. Ef honum yrði haldið í fangelsi yrðu þó vandamál. Vararíkissaksóknari hefur lýst ítrekuðum hótunum af hendi hans og þá hefur hann samkvæmt heimildum fréttastofu hringt ógnandi símtöl í blaðamenn vegna umfjöllunar um mál hans. Mohamad hafði áður hlotið fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ýmis brot önnur. Mohamad situr inni á Litla-Hrauni sem stendur en hann hefur áfrýjað báðum dómum til Landsréttar. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd ef fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Sýrlendingurinn Kourani hefur þegar fengið breytinguna í gegn hjá Þjóðskrá. Þar finnst enginn Mohamad Kourani lengur heldur Mohamad Thor Jóhannesson. Mbl greindi fyrst frá. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvers vegna hinn 31 árs gamli Mohamad valdi nöfnin Thor og Jóhannesson. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar bera nöfnin en þó enginn bæði, fyrr en nú. Mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, hafa vakið mikla athygli hér á landi. Hann var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri ofbeldisbrot. Fórnarlamb í manndrápstilraunarmálinu lýsti því hvernig fjölskylda hans hefði flúið land. Þá væri hann viss um að Mohamad myndi reyna að drepa barnið sitt ef hann kæmist úr fangelsi. Sjálfur sagðist Mohamad ekki vera ógnandi maður heldur venjulegur maður. Ef honum yrði haldið í fangelsi yrðu þó vandamál. Vararíkissaksóknari hefur lýst ítrekuðum hótunum af hendi hans og þá hefur hann samkvæmt heimildum fréttastofu hringt ógnandi símtöl í blaðamenn vegna umfjöllunar um mál hans. Mohamad hafði áður hlotið fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ýmis brot önnur. Mohamad situr inni á Litla-Hrauni sem stendur en hann hefur áfrýjað báðum dómum til Landsréttar. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd ef fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30