Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2024 20:05 Josefina Morell, skólabílstjóri og myndlistarkona við hluta verka sinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar. Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu
Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira