Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 20:30 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira