Fótbolti

„Aldrei hætta að boltinn væri á leiðinni yfir“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gyrðir Hrafn braut ísinn í markaskorun í sumar í kvöld. 
Gyrðir Hrafn braut ísinn í markaskorun í sumar í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði jöfnunarmark FH þegar liðið fékk Skagamann í heimsókn í Kaplakrika í mikilvægum leikí Evrópubaráttunni í kvöld. Þetta var fyrsta mark Gyrðis Hrafns í deildinni í sumar.  

„Það er gott að skora mark sem telur mikið og léttir að ná að brjóta ísinn í markaskorun í sumar. Það var aldrei hætt að boltinn væri að fara yfir, gott að setja bara í slána inn og klára þetta almennilega,“ sagði Gyrðir Hrafn um markið sitt. 

„Við erum í harðri baráttu við Skagamenn um fjórða sætið. Við erum aftur á móti allir svekktir inni í klefa núna þrátt fyrir að hafa náð að jafna. Við hefðum viljað þrjú stig í þessum leik en vissulega gott að fá eitt stig úr því sem komið var. 

Það er þannig hjá FH að við erum að horfa upp töfluna og við viljum vinna alla leiki sem við förum í. Þess vegna er þetta fínt stig og gott að halda Skagamönnum áfram fyrir neðan okkur. Við erum eins og áður segir hins vegar að stefna að því að komast upp fyrir liðin fyrir ofan okkur,“ sagði Gyrðir Hrafn hæfilega sáttur í leikslok. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×