Sport

Erna Sól­ey sýndi öll fötin sem hún fékk fyrir Ólympíu­leikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir sýndi hvað var í töskunni sem hún fékk gefins frá Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands.
Erna Sóley Gunnarsdóttir sýndi hvað var í töskunni sem hún fékk gefins frá Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands. @erna_soley

Erlendir keppendur á Ólympíuleikunum í París hafa verið duglegir að sýna Ólympíufatnað sinn á samfélagsmiðlum síðustu daga og okkar kona Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur nú bæst í þann hóp.

Erna Sóley varð fimmta og síðasti íslenski keppandinn til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París.

Erna tryggði sér sætið með því að bæta Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn rann út. Það verður gaman að sjá hana reyna fyrir sér meðal þeirra bestu í heimi. Þetta eru hennar fyrstu Ólympíuleikar og því mikil reynsla fyrir þessa ungu íþróttakonu.

Erna fer ekki tómhent til Parísar því hún hefur nú fengið afhendan keppnisfatnað sinn frá Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands. Hún sýndi innihald íþróttatösku sinnar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þetta er risastór taska og því að nægu að taka fyrir okkar konu. Hún ætti ekki að lenda í vandræðum með fatnað úti í París. Hún er vel merkt Íslandi á bolunm sínum, buxunum sínum og jökkunum sínum sem eru að sjálfsögðu hvítir, rauðir og bláir. Það nóg um að velja bæði hvað varðar gerð og liti.

Erna fékk líka ÍSÍ pinna til að skiptast á við aðra keppendur á leikunum.

Sjón er sögu ríkari og hér fyrir neðan fer Erna yfir það sem var í töskunni hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×