Gummi Ben um bekk KR og skilaboð þjálfarans: Það eru krakkar þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 10:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, gerði ekki eina skiptingu í leiknum á móti Blikum þar sem liðið lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik og tapaði 4-2. Vísir/HAG KR-ingar hafa ekki unnið leik í Bestu deild karla í fótbolta síðan í maí. Átta leikir í röð án sigurs. Stúkan ræddi stöðuna á KR í gær og þá sérstakalega þunnan hóp Vesturbæinga. „Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
„Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira