Gummi Ben um bekk KR og skilaboð þjálfarans: Það eru krakkar þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 10:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, gerði ekki eina skiptingu í leiknum á móti Blikum þar sem liðið lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik og tapaði 4-2. Vísir/HAG KR-ingar hafa ekki unnið leik í Bestu deild karla í fótbolta síðan í maí. Átta leikir í röð án sigurs. Stúkan ræddi stöðuna á KR í gær og þá sérstakalega þunnan hóp Vesturbæinga. „Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
„Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti