Áskorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um menntamál Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2024 12:21 Námsmat í grunnskólum hefur verið í brennidepli síðustu daga. Vísir Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, skiptust á skoðunum um íslenska menntakerfið í Bítinu í dag. Umræðan hefur verið viðvarandi síðustu daga eftir að Viðskiptaráð birti umsögn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem kom fram að börnum sé mismunað eftir búsetu við einkunnagjöf. Próf sem lögð eru fyrir nýnema Verzlunarskóla Íslands gefi það í skyn. Að sögn ráðsins var afnám samræmdra prófa mistök. „Kennarasambandið er auðvitað ekki á móti samræmdum mælingum. Það er ekki rétt á nokkurn hátt. En það sem þær eiga ekki að vera, eins og gömlu samræmdu prófin sem voru og mældu einungis örfáar bókgreinar, þá teljum við það ekki henta í nútímanum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir samræmd lokapróf í bóklegri visku í þremur til fjórum greinum ekki góðan mælikvarða á frammistöðu á 1800 daga skólagöngu barns, eða endurspegli möguleika barna til að blómstra í lífinu. Þá segir hann ekki rétt að það sé undir hverjum skólastjórnanda komið hvernig skólastarfinu er háttað. Námsskráin ráði námsmati og skólastjóri hafi ekki frjálsari hendur en námskráin leyfi. Þá vísar Magnús til matsferilsins sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur langt fram. Matsferlinum sé ætlað að samræma skólana og auka þannig líkurnar á að hæfni nemenda verði sú sama milli skóla. Samræmd próf ekki af hinu slæma Þegar Svava Þórhildur tekur til máls segist hún fagna umræðunni sem upp er komin, staðan sé ekki góð. Hún bendir á að samræmdu prófin gegndu þeim tilgangi að vera leiðarljós fyrir kennara til að vita hvað þyrfti að kenna betur, og fyrir sveitastjórnir sem fjármagna skólana og geta veitt skólunum aðhald og aðstoð. „Sama hvað prófið heitir, það eru niðurstöðurnar og hvað gert er við þær sem skiptir máli. Þær verða að leiða til þess að hvert barn fái áskorun fram yfir færni,“ segir Svava. Hún geri sér grein fyrir að það þurfi meira til en færni í lestri og stærðfræði en samræmd próf séu ekki af hinu slæma. Magnús tekur í svipaðan streng og segir að menntakerfið hafi í raun skort samræmdar mælingar frá því að samræmdu prófin í 4., 7. og 9 bekk voru afnumin. Hvort samræmda prófið eigi að gilda inn í framhaldsskóla hafi tekið yfir umræðuna og þar hafi stór orð fallið, Magnús vísar í orð Viðskiptaráðs um að Kennarasamband Íslands hafi leitt málaflokkinn í öngstræti. „Sem að mér hefur ekki fundist vera makleg og hef ekki viljað svara með öðrum hætti en að ég sé ósammála því,“ segir Magnús. Faglærðir kennarar þurfi að vera fleiri Þá segir hann of lágt hlutfall faglærðra leikskólakennara. „Og við erum núna að sjá þetta vera að færast upp í grunnskólana. Það er stöðugt hærra hlutfall leiðbeinenda í skólunum og það er kannski eitt af því sem er stóra verkefnið,“ segir Magnús. Tryggja þurfi faglærðra kennara til þess að gæði inni í kennslustofunni standist bæði aðþjóðlega og innlenda kvarða. Þáttastjórnandi sneri umræðunni að kerfinu sem vinnuumhverfi og spurði Svövu, hvernig sé að vinna í menntakerfinu. „Þetta er bara þungt kerfi. Það er ofboðslega stór áskorun og miklu stærri en almenningur gerir sér grein fyrir,“ segir Svava. „Nú erum við oft búin að taka upp umræðuna og þegar upp er staðið snýst þetta ekki um hver sagði hvað heldur hver gerði hvað. Og það er bara kominn tími á aðgerðir.“ Fólk hljóti að sjá framfarirnar Á hvaða aðgerð myndir þú vilja byrja? „Ég er náttúrlega byrjuð. Ég er að taka þátt í aðgerð sem heitir Kveikjum neistann, sem verður til vegna þess að Hermundur Sigmundsson prófessor, okkar fremsti vísindamaður í færni og menntun, getur ekki sætt sig við stöðu drengja til dæmis.“ Heimir þáttastjórnandi segist þá hafa heyrt af því að hátt settir menn í menntakerfinu hafi gert lítið úr Hermundi fyrir að standa fyrir verkefninu. „Já, það er áskorun fyrir konu úti á landi eins og mig að tjá mig um menntamál. Það ríkir þöggun og það eru ákveðnir einstaklingar sem virðast hafa skotleyfi. En fólk hlýtur að sjá að þegar við erum að ná 91 prósent árangri við lok þriðja bekkjar í lestri og sýna fram á mælanlegan árangur, þá hlýtur fólk að fara að átta sig á því að maðurinn er ekkert að bulla.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. 10. júlí 2024 22:33 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, skiptust á skoðunum um íslenska menntakerfið í Bítinu í dag. Umræðan hefur verið viðvarandi síðustu daga eftir að Viðskiptaráð birti umsögn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem kom fram að börnum sé mismunað eftir búsetu við einkunnagjöf. Próf sem lögð eru fyrir nýnema Verzlunarskóla Íslands gefi það í skyn. Að sögn ráðsins var afnám samræmdra prófa mistök. „Kennarasambandið er auðvitað ekki á móti samræmdum mælingum. Það er ekki rétt á nokkurn hátt. En það sem þær eiga ekki að vera, eins og gömlu samræmdu prófin sem voru og mældu einungis örfáar bókgreinar, þá teljum við það ekki henta í nútímanum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir samræmd lokapróf í bóklegri visku í þremur til fjórum greinum ekki góðan mælikvarða á frammistöðu á 1800 daga skólagöngu barns, eða endurspegli möguleika barna til að blómstra í lífinu. Þá segir hann ekki rétt að það sé undir hverjum skólastjórnanda komið hvernig skólastarfinu er háttað. Námsskráin ráði námsmati og skólastjóri hafi ekki frjálsari hendur en námskráin leyfi. Þá vísar Magnús til matsferilsins sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur langt fram. Matsferlinum sé ætlað að samræma skólana og auka þannig líkurnar á að hæfni nemenda verði sú sama milli skóla. Samræmd próf ekki af hinu slæma Þegar Svava Þórhildur tekur til máls segist hún fagna umræðunni sem upp er komin, staðan sé ekki góð. Hún bendir á að samræmdu prófin gegndu þeim tilgangi að vera leiðarljós fyrir kennara til að vita hvað þyrfti að kenna betur, og fyrir sveitastjórnir sem fjármagna skólana og geta veitt skólunum aðhald og aðstoð. „Sama hvað prófið heitir, það eru niðurstöðurnar og hvað gert er við þær sem skiptir máli. Þær verða að leiða til þess að hvert barn fái áskorun fram yfir færni,“ segir Svava. Hún geri sér grein fyrir að það þurfi meira til en færni í lestri og stærðfræði en samræmd próf séu ekki af hinu slæma. Magnús tekur í svipaðan streng og segir að menntakerfið hafi í raun skort samræmdar mælingar frá því að samræmdu prófin í 4., 7. og 9 bekk voru afnumin. Hvort samræmda prófið eigi að gilda inn í framhaldsskóla hafi tekið yfir umræðuna og þar hafi stór orð fallið, Magnús vísar í orð Viðskiptaráðs um að Kennarasamband Íslands hafi leitt málaflokkinn í öngstræti. „Sem að mér hefur ekki fundist vera makleg og hef ekki viljað svara með öðrum hætti en að ég sé ósammála því,“ segir Magnús. Faglærðir kennarar þurfi að vera fleiri Þá segir hann of lágt hlutfall faglærðra leikskólakennara. „Og við erum núna að sjá þetta vera að færast upp í grunnskólana. Það er stöðugt hærra hlutfall leiðbeinenda í skólunum og það er kannski eitt af því sem er stóra verkefnið,“ segir Magnús. Tryggja þurfi faglærðra kennara til þess að gæði inni í kennslustofunni standist bæði aðþjóðlega og innlenda kvarða. Þáttastjórnandi sneri umræðunni að kerfinu sem vinnuumhverfi og spurði Svövu, hvernig sé að vinna í menntakerfinu. „Þetta er bara þungt kerfi. Það er ofboðslega stór áskorun og miklu stærri en almenningur gerir sér grein fyrir,“ segir Svava. „Nú erum við oft búin að taka upp umræðuna og þegar upp er staðið snýst þetta ekki um hver sagði hvað heldur hver gerði hvað. Og það er bara kominn tími á aðgerðir.“ Fólk hljóti að sjá framfarirnar Á hvaða aðgerð myndir þú vilja byrja? „Ég er náttúrlega byrjuð. Ég er að taka þátt í aðgerð sem heitir Kveikjum neistann, sem verður til vegna þess að Hermundur Sigmundsson prófessor, okkar fremsti vísindamaður í færni og menntun, getur ekki sætt sig við stöðu drengja til dæmis.“ Heimir þáttastjórnandi segist þá hafa heyrt af því að hátt settir menn í menntakerfinu hafi gert lítið úr Hermundi fyrir að standa fyrir verkefninu. „Já, það er áskorun fyrir konu úti á landi eins og mig að tjá mig um menntamál. Það ríkir þöggun og það eru ákveðnir einstaklingar sem virðast hafa skotleyfi. En fólk hlýtur að sjá að þegar við erum að ná 91 prósent árangri við lok þriðja bekkjar í lestri og sýna fram á mælanlegan árangur, þá hlýtur fólk að fara að átta sig á því að maðurinn er ekkert að bulla.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. 10. júlí 2024 22:33 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. 10. júlí 2024 22:33
Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51