Borgi sig ekki að reisa nýja varnargarða nær Grindavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 12:18 Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki vera til skoðunar að reisa nýja varnargarða norðan við Grindavík að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur en nú er gert ráð fyrir að rúmlega tvær vikur séu í næsta gos. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir innan þá sem eru þar nú þegar. Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira