Hlutfall nýnema sem útskrifast aldrei verið hærra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 14:41 Brauskráningarhlutfallið hefur ekki mælst hærra frá því að Hagstofan hóf mælingar árið 1995. Vísir/Vilhelm Brautskráningarhlutfall nýnema í framhaldsskólum hefur ekki mælst hærra hér á landi og hefur vaxið stöðugt síðan árið 1995, eins langt og tölur Hagstofunnar ná. Það er, hlutfall þeirra nýnema sem hefur útskrifast fjórum árum eftir upphaf skólagöngu. Rúm 64 prósent þeirra sem voru nýnemar árið 2018 höfðu útskrifast árið 2022. Brotthvarf úr námi hafi verið í kringum 20 prósentin síðustu þrjú ár en 20,3 prósent nýnema haustið 2018 höfðu hætt námi fjórum árum síðar. Þá voru rúmlega fimmtán prósent nýnema haustsins 2018 enn í námi án þess að hafa útskrifast fjórum árum síðar. Hér má sjá hvernig hlutfall brautskráðra á fjórum árum hefur vaxið úr 39 prósentum upp úr 64 prósent frá nýnemum sem hófu nám í framhaldsskóla árið 1995 til þeirra sem hófu nám árið 2018. Brautskráningarhlutfall var hæst á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi en rúm 80 prósent þeirra sem hófu nám 2018 höfðu útskrifast 2022. 67 prósent þeirra sem hafa engan erlendan bakgrunn höfðu útskrifast og rúm 64 prósent þeirra sem fæddust erlendis og eiga eitt foreldri sem fætt er erlendis. Tæpt 61 prósent þeirra sem fæddir eru á Íslandi en eiga foreldra sem báðir eru fæddir erlendis höfðu útskrifast 2022 og 57 prósent þeirra sem fæddust hér á landi og eiga eitt foreldri fætt erlendis. Lægst var brautskráningarhlutfallið á meðal innflytjenda, það er þeirra sem fæddust erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis, en tæplega 41 prósent þeirra hafði útskrifast fjórum árum eftir upphaf náms. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að brautskráningarhlutfall innflytjenda hafi farið hækkandi en að það sé enn mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrunn. Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að það skipti máli hver aldur barnsins var þegar það fluttist til Íslands. Brautskráningarhlutfall þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur var miklu hærra en þeirra sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Rúm 64 prósent þeirra sem voru nýnemar árið 2018 höfðu útskrifast árið 2022. Brotthvarf úr námi hafi verið í kringum 20 prósentin síðustu þrjú ár en 20,3 prósent nýnema haustið 2018 höfðu hætt námi fjórum árum síðar. Þá voru rúmlega fimmtán prósent nýnema haustsins 2018 enn í námi án þess að hafa útskrifast fjórum árum síðar. Hér má sjá hvernig hlutfall brautskráðra á fjórum árum hefur vaxið úr 39 prósentum upp úr 64 prósent frá nýnemum sem hófu nám í framhaldsskóla árið 1995 til þeirra sem hófu nám árið 2018. Brautskráningarhlutfall var hæst á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi en rúm 80 prósent þeirra sem hófu nám 2018 höfðu útskrifast 2022. 67 prósent þeirra sem hafa engan erlendan bakgrunn höfðu útskrifast og rúm 64 prósent þeirra sem fæddust erlendis og eiga eitt foreldri sem fætt er erlendis. Tæpt 61 prósent þeirra sem fæddir eru á Íslandi en eiga foreldra sem báðir eru fæddir erlendis höfðu útskrifast 2022 og 57 prósent þeirra sem fæddust hér á landi og eiga eitt foreldri fætt erlendis. Lægst var brautskráningarhlutfallið á meðal innflytjenda, það er þeirra sem fæddust erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis, en tæplega 41 prósent þeirra hafði útskrifast fjórum árum eftir upphaf náms. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að brautskráningarhlutfall innflytjenda hafi farið hækkandi en að það sé enn mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrunn. Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að það skipti máli hver aldur barnsins var þegar það fluttist til Íslands. Brautskráningarhlutfall þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur var miklu hærra en þeirra sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira