Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 20:35 FÍB vill að kílómetragjaldið takið mið af þyngd og orkugjafa ökutækis, en þau segja ósanngjarnt að gjaldið verði það sama fyrir lítinn bíl eins og Toyota Yaris, og stærri jeppa. Ívar Fannar/Getty Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent. Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent.
Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira