Mbacke var á láni hjá varaliði Barcelona á síðustu leiktíð en spænska félagið hefur nú gengið frá endanlegum félagsskiptum leikmannsins.
Netverjar voru fljótir að benda á það að þetta væri í raun svar Barcelona við stærstu félagskiptum erkifjenda þeirra í Real Madrid. Real fékk Kylian Mbappé á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar og Barcelona náði því í Mbacke í staðinn.
Lo que pides // Lo que te llega 🤭
— ESPN.com.mx (@ESPNmx) July 23, 2024
💥 De MBAPPÉ a MBACKE. pic.twitter.com/ma9jtCqEoF
Þessir leikmenn gætu þó ekki verið ólíkari þótt að nöfnin séu lík. Þá er bæði verið að tala um leikstíl og frægð.
Þeir spila á sitthvorum megin á vellinum. Á meðan Mbappé hefur verið lengi í hópi bestu knattspyrnumanna heims þá er hinn 21 árs gamli Mbacke enn eftir að sanna sig meðal þeirra bestu.
Hann hefur reyndar spilað 36 leiki með Los Angeles FC í MLS deildinni og spilaði einnig einn leik í La Liga þegar hann var á láni hjá Villarreal tímabilið 2022-23. Mbacke spilaði 21 leik fyrir varalið Barcelona síðasta vetur þar af var hann í byrjunarliðinu í nítján leikjum.
Barcelona hefur engu að síður mikla trúa á þessum senegalska varnarmanni og hann fær tveggja ára samning hjá félaginu með möguleika á því að framlengja samninginn um tvö ár í viðbót.