Reiðhjólamaður féll af kletti við Jökulsárgljúfur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 17:23 Þyrlan hífði hjólreiðamanninn upp úr gljúfrinu. Lögreglan Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar. Tilkynning um málið barst lögreglunni laust eftir hádegi í dag. „Þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Sjúkraflutninga- og björgunarsveitamenn voru komnir um tveimur klukkustundum síðar og hlúðu að mönnunum. Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem hann lá, í gróðrinum undir klettabeltinu. Í ljós hafi komið að tveir hjólreiðamenn hefðu verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún. Hann hafi lent í gróðri og grjóti þar neðan við eftir talsvert fall. Maðurinn þurfti aðstoð en var með góðri meðvitund allan tímann. Báðir hjólreiðamennirnir voru fluttir með þyrlunni til Akureyrar til frekari aðhlynningar. Lögreglan þakkar öllum viðbragðsaðilum fyrir skjót og fagleg viðbrögð við mjög krefjandi aðstæður í verkefninu. Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 24. júlí 2024 13:43 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tilkynning um málið barst lögreglunni laust eftir hádegi í dag. „Þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Sjúkraflutninga- og björgunarsveitamenn voru komnir um tveimur klukkustundum síðar og hlúðu að mönnunum. Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem hann lá, í gróðrinum undir klettabeltinu. Í ljós hafi komið að tveir hjólreiðamenn hefðu verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún. Hann hafi lent í gróðri og grjóti þar neðan við eftir talsvert fall. Maðurinn þurfti aðstoð en var með góðri meðvitund allan tímann. Báðir hjólreiðamennirnir voru fluttir með þyrlunni til Akureyrar til frekari aðhlynningar. Lögreglan þakkar öllum viðbragðsaðilum fyrir skjót og fagleg viðbrögð við mjög krefjandi aðstæður í verkefninu.
Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 24. júlí 2024 13:43 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 24. júlí 2024 13:43