Innlent

Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað í húsi á Nýbýlavegi.
Atvikið átti sér stað í húsi á Nýbýlavegi. Vísir

Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna.

Konan neitar sök, en vill meina að hún hafi verið í þannig ástandi að verkið sé refsilaust.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson í samtali við fréttastofu, en Mbl.is greindi fyrst frá. Karl Ingi bendir á í samtali við fréttastofu að það sé þó dómarinn sem muni eiga lokaorðið varðandi sakhæfi konunnar.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað á heimili fólksins á Nýbýlavegi í lok janúar á þessu ári.

Í ákæru á hendur konunni er henni gefið að sök að hafs svipt sex ára son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. 

Drengurinn lést af völdum köfnunar.

Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar er hún sögð hafa tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað.

Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar.

Faðir drengjanna krefur móðurina um átta milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×