Fótbolti

Hjarta Guð­­mundar slær með St. Mir­ren: Mæta Val í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Torfason er fyrrverandi leikmaður skoska liðsins St.Mirren sem heimsækir Val í kvöld á N1 völlinn að Hlíðarenda í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu
Guðmundur Torfason er fyrrverandi leikmaður skoska liðsins St.Mirren sem heimsækir Val í kvöld á N1 völlinn að Hlíðarenda í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu Vísir/Samsett mynd

Þrátt fyrir að hjarta fyrr­verandi lands­liðs­mannsins í knatt­spyrnu, Guð­mundar Torfa­sonar, slái með skoska liðinu St. Mir­ren er erfitt fyrir hann halda ekki með ís­lenskri knatt­spyrnu í kvöld þegar að Vals­menn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.um­ferð Sam­bands­deildar Evrópu.

Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mir­ren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjá­tíu og sex ár sem fé­lagið tekur þátt í Evrópu­keppni.

Guð­mundur er fyrrum leik­maður St. Mir­ren. Hann varð marka­kóngur fé­lagsins þrjú tíma­bil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðnings­mönnum fé­lagsins.

Guð­mundur mætir á Hlíðar­enda í kvöld og fylgist með sínu gamla fé­lagi hefja veg­ferð sína í Evrópu­keppni þetta tíma­bilið.

„Það er bara gaman að þessu,“ segir Guð­mundur að­spurður um það hvernig Ís­lands­reisa St. Mir­ren horfi við honum. „Menn hjá St. Mir­ren hafa beðið eftir þessari stund í fjölda­mörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir fé­lagið því eftir marga ára­tuga bið er það komið aftur í Evrópu­keppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Vals­mönnum.“

Það var árið 1989 sem Guð­mundur var keyptur til St. Mir­ren frá austur­ríska liðinu Rapid Vín. Ó­hætt er að segja að í Skot­landi hafi upp­lifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mir­ren.

Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is

„Þetta voru frá­bærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla fé­lagið. Þetta var og er fjöl­skyldu­klúbbur og virki­lega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“

Á­kveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guð­mundur gekk til liðs við St. Mir­ren því kvóti var á fjölda er­lendra leik­manna hjá hverju fé­lagi.

„Það máttu bara vera tveir er­lendir leik­menn á mála hjá hverju liði í Skot­landi. Þegar að ég var á mála hjá fé­laginu var leik­mann­hópurinn skipaður þrettán leik­mönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara er­lendis að semja við lið og keppa þar.

Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara

Hann ber stuðnings­mönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykja­víkur í hundraðatali til að styðja sína menn á­fram í leiknum gegn Val í kvöld.

„Skoskir á­hang­endur eru engum líkir. Stuðnings­menn St. Mir­ren eru ekki undan­skildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska lands­liðsins eða fé­lagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“

Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mir­ren megin?

„Maður vill náttúru­lega alltaf hafa ís­lensku liðin í for­grunni. Vill þeim vel. En auð­vitað slær hjartað alltaf með gamla fé­laginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúru­lega bara með ís­lenskri knatt­spyrnu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×