Njarðvíkingar hægðu á Þrótturum Siggeir Ævarsson skrifar 25. júlí 2024 21:33 Þróttarar fengu smá kælingu í kvöld, þrátt fyrir að hiti hafi verið í leiknum ÞRÓTTUR REYKJAVÍK Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og það má segja að það hafi ekki vantað hitann, þó svo að það sé bölvuð kuldatíð. Tvö rauð spjöld fóru á loft og tvö víti voru dæmd. Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil. Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil.
Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira