Pawel og bronsið Ragnar Þór Pétursson skrifar 26. júlí 2024 08:24 Á dögunum skrifaði Pawel Bartoszek, stærðfræðingur með meiru, grein um mikilvægi þess að kennarar sjái ekki einir um mat á námsárangri nemenda. Það sé enda mikilvægt að framhaldsskólar geti valið sér nemendur á sanngjarnan hátt og treyst því að eins manns A væri ekki annars manns B+. Stöðlun sé mikilvæg og samræmi þurfi að vera í einkunnum. Þessi sami Pawel vann fyrir allmörgum árum úttekt fyrir Frjálsa verzlun þar sem hann settist í dómarasætið yfir íslenskum framhaldsskólum. Hann setti saman 17 þátta mælikvarða á það hvað teldist góður framhaldsskóli. Sem dæmi um mæla var aðsókn í skólann, menntun kennara, sigrar í Morfís og Gettu betur. Með því að gefa skólum einkunnir á bilinu núll til hundrað í hverjum flokki komst Pawel að því að MR væri besti framhaldsskóli landsins, MH væri næst bestur og Verzló væri í þriðja sæti. Pawel vonaði að niðurstöðurnar gæfu grunnskólanemendum mikilvægar upplýsingar sem þeir gætu nýtt sér við val á skólum. Ég ætla ekki að vera ósammála Pawel um að þau sautján atriði sem hann rannsakaði skipti máli í starfi framhaldsskóla. Ég skal samt viðurkenna að ég velti því oggulítið fyrir mér hvernig ætti að fara að því að meta slíka þætti í námi nemendanna? Hvernig eigum við að fara að því að samræma mat á nemanda í MR sem keppir á alþjóðlegum vettvangi í stærðfræði, söngfugli í MH sem slær í gegn innan skólans og utan og ræðuþjarki í Verzló sem moppar upp mótspyrnuna í Morfís? Hvers konar prófdómari ætli sé hentugastur til að leggja mat á slíkt og hvers konar próf ætli það sé sem fangar best fjölbreyttar dyggðir hins ólíka hóps? Það má auðvitað víkka út þessa spurningu og velta því fyrir sér með hvaða hætti sé best að leggja mat á einstakling sem lýkur tíu ára skyldunámi. Þegar ég hugsa til baka til þeirra ótalmörgu nemenda sem ég hef kennt verður mér t.d. hugsað til stráksins, sem sagði ekki margt og sýndi námi sínu engan yfirgengilegan áhuga, en fór um helgar í Kolaportið og eyddi vasapeningnum sínum í gamlar bækur og spændi sig svo seinna gegnum þungt háskólanám á sérhæfðu sviði í útlöndum. Eða stúlkunnar sem var bullandi lesblind og gerði fjölbreyttar stafsetningarvillur þegar hún skrifaði – en allt sem hún skrifaði löðraði af djúpu viti. Eða fyrsta nemandans sem ég þekkti sem kom út úr skápnum gagnvart bekkjarfélögum sínum og kenndi þannig skólasamfélagi sínu um stolt og hugrekki. Eða stálpsins sem elskaði kvikmyndir og átti sér þann draum æðstan að verða leikari og hefur þegar komið fram á hvíta tjaldinu. Það er algjört lúxusvandamál að gefa nemendum námsmat þegar þeir útskrifast úr grunnskóla. Námskráin er margþætt og fjölbreytt og við eigum að meta marga þætti í fari nemenda (miklu fleiri en sautján). Að setja B eða C eða A á nemanda er ekki það sama og að velja frímerki á umslag eftir þyngd. Á bak við það er fjölbreytt mat og á stundum flókið. En þótt það sé flókið að meta kemst ég sem kennari ekki hjá þessu mati. Raunar er skylda mín í þeim efnum bundin í lög. Liður b. í 3. gr. laga nr. 96/2019 gerir þá kröfu á kennara (á öllum skólastigum) að kunna að meta hæfni nemenda. Í umræðunni upp á síðkastið hefur Verzló, bronsskólann hans Pawels, reglulega borið á góma. Þeim skóla sé gert óþarflega erfitt fyrir við að velja sér bestu nemendurna ef nemendur fara ekki allir í sama prófið. Áður en við skoðum þá hlið mála mæli ég með að áhugasamir hlusti á viðtal við núverandi skólastjóra Verzló í morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni. Það var gott viðtal sem sýndi að þar fer fær skólamanneskja. En hvernig gafst okkur það kerfi þegar haldin voru samræmd próf til að fleyta öflugustu námsmennina ofan af þvögunni og beint inn í „bestu framhaldsskóla landsins“ eins og Pawel kallaði þá? Hvernig reyndist kerfið sem Viðskiptaráð, bakhjarl Verzló, kallar nú eftir. Hreint ekki nógu vel, ef satt skal segja. Meðan Verzló valdi inn nemendur í skólann út frá samræmdum prófum (og fékk nemendahóp sem var nánast alltaf í fyrsta eða öðru sæti yfir nýnema með hæstu meðaleinkunnir landsins) reiddi þeim nemendum bara alls ekki nógu vel af þegar kom að frekara námi (ef haldið er áfram að miða við próf og einkunnir). Það kann auðvitað að vera að nemendur Verzló hafi samt verið í þriðja besta framhaldsskóla landsins samkvæmt þeim mælikvarða að kennararnir væru vel menntaðir og slegist væri um laus pláss. Það kann meira að segja að vera að nemendurnir hafi talsvert oftar horft á skólann sinn vinna Morfís en aðrir nemendur. En staðreyndin er samt sem áður sú að þegar þessir sömu nemendur komu í Háskóla Íslands og voru metnir í samanburði við aðra nemendur höfðu nær allir yfirburðir í námi þurrkast út. Árið 2012 var stærsti hópur útskriftarnemenda Verzló á félagsvísindasviði HÍ og skilaði þar meðaleinkunn upp á 6,59. Sem skilaði þeim 17. sæti yfir námsárangur, sjónarmun á eftir Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu en töluvert að baki Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Verzlingum gekk heldur betur á öðrum brautum háskólans en náðu samt hvergi hærra en sjöunda sæti yfir námsárangur það ár. Yfirlit áranna á undan varð einum nemanda Vezló tilefni til að skrifa skólanum sínum bréf í skólablaðinu og spyrja hverju sætti að árangurinn væri ekki betri. Þetta varð þá að blaðamáli í Mogganum (ekki dag eftir dag eins og sum mál, heldur að pínulítilli klausu - og mér vitanlega sáu hvorki Brynjar Níelsson né Óli Björn Kárason tilefni til að draga fram lyklaborðið. Viðskiptaráð þagði þunnu hljóði). En hvers vegna hurfu þeir yfirburðir sem samræmdu prófin mældu á leið nemenda gegnum Verzló? Fyrir því gætu verið að minnsta kosti þrjár ástæður. Kannski er Verzló dæmi um skóla sem klúðrar svo rækilega námi nemenda sinna að þeim tekst á örfáum árum að breyta afburðanemendum í miðjumoð… …eða, og það væri alls ekki í ósamræmi við ákveðin stef sem þekkt eru í fræðunum, að það sé hreint ekki æskilegt að stimpla 16 ára nemendur sem námslega yfirstétt sé ætlunin sú að viðhalda aga, metnaði og vaxtarhugarfari til lengri tíma. Þriðji kosturinn gæti síðan verið sá að í Verzló sé ekki eingöngu að undirbúa nemendur undir háskólanám og að þar gerist ýmislegt gott og mikilvægt sem ekki verður mælt á prófi. Þar gæti jafnvel verið meira um slíkt nám en í öðrum framhaldsskólum. En ef svo er, hlýtur slíkum skóla að vera mikill akkur í því að velja inn í skólann nemendur sem eru sterkir á öðru en prófum. Skólanum og nemendum væri þá síst greiði gerður með samræmdum prófum - en þeim mun meiri hag hefði skólinn að margvíslegum öðrum upplýsingum. Pawel prófdómari mat Verzló sem bronsskóla Íslands á sama tíma og HÍ taldi skólann varla komast upp úr undanriðlum sum árin, og næstum aldrei í úrslit. Það er ekki mitt að dæma, hvort matið sé réttmætara, og satt að segja held ég að það skipti ekki miklu máli. Fyrir utan örfáa aðila sem mikið fer fyrir í umræðunni þessa dagana held ég að flestir Verzlingar hafi endað sem hið færasta fólk á sínu sviði. Hinsvegar getum við fullyrt með sæmilegri vissu og viti er að það er miklu flóknara að dæma gæði skóla og nemenda en svo að það verði nokkru sinni gert með einföldum, samræmdum prófum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Pawel Bartoszek, stærðfræðingur með meiru, grein um mikilvægi þess að kennarar sjái ekki einir um mat á námsárangri nemenda. Það sé enda mikilvægt að framhaldsskólar geti valið sér nemendur á sanngjarnan hátt og treyst því að eins manns A væri ekki annars manns B+. Stöðlun sé mikilvæg og samræmi þurfi að vera í einkunnum. Þessi sami Pawel vann fyrir allmörgum árum úttekt fyrir Frjálsa verzlun þar sem hann settist í dómarasætið yfir íslenskum framhaldsskólum. Hann setti saman 17 þátta mælikvarða á það hvað teldist góður framhaldsskóli. Sem dæmi um mæla var aðsókn í skólann, menntun kennara, sigrar í Morfís og Gettu betur. Með því að gefa skólum einkunnir á bilinu núll til hundrað í hverjum flokki komst Pawel að því að MR væri besti framhaldsskóli landsins, MH væri næst bestur og Verzló væri í þriðja sæti. Pawel vonaði að niðurstöðurnar gæfu grunnskólanemendum mikilvægar upplýsingar sem þeir gætu nýtt sér við val á skólum. Ég ætla ekki að vera ósammála Pawel um að þau sautján atriði sem hann rannsakaði skipti máli í starfi framhaldsskóla. Ég skal samt viðurkenna að ég velti því oggulítið fyrir mér hvernig ætti að fara að því að meta slíka þætti í námi nemendanna? Hvernig eigum við að fara að því að samræma mat á nemanda í MR sem keppir á alþjóðlegum vettvangi í stærðfræði, söngfugli í MH sem slær í gegn innan skólans og utan og ræðuþjarki í Verzló sem moppar upp mótspyrnuna í Morfís? Hvers konar prófdómari ætli sé hentugastur til að leggja mat á slíkt og hvers konar próf ætli það sé sem fangar best fjölbreyttar dyggðir hins ólíka hóps? Það má auðvitað víkka út þessa spurningu og velta því fyrir sér með hvaða hætti sé best að leggja mat á einstakling sem lýkur tíu ára skyldunámi. Þegar ég hugsa til baka til þeirra ótalmörgu nemenda sem ég hef kennt verður mér t.d. hugsað til stráksins, sem sagði ekki margt og sýndi námi sínu engan yfirgengilegan áhuga, en fór um helgar í Kolaportið og eyddi vasapeningnum sínum í gamlar bækur og spændi sig svo seinna gegnum þungt háskólanám á sérhæfðu sviði í útlöndum. Eða stúlkunnar sem var bullandi lesblind og gerði fjölbreyttar stafsetningarvillur þegar hún skrifaði – en allt sem hún skrifaði löðraði af djúpu viti. Eða fyrsta nemandans sem ég þekkti sem kom út úr skápnum gagnvart bekkjarfélögum sínum og kenndi þannig skólasamfélagi sínu um stolt og hugrekki. Eða stálpsins sem elskaði kvikmyndir og átti sér þann draum æðstan að verða leikari og hefur þegar komið fram á hvíta tjaldinu. Það er algjört lúxusvandamál að gefa nemendum námsmat þegar þeir útskrifast úr grunnskóla. Námskráin er margþætt og fjölbreytt og við eigum að meta marga þætti í fari nemenda (miklu fleiri en sautján). Að setja B eða C eða A á nemanda er ekki það sama og að velja frímerki á umslag eftir þyngd. Á bak við það er fjölbreytt mat og á stundum flókið. En þótt það sé flókið að meta kemst ég sem kennari ekki hjá þessu mati. Raunar er skylda mín í þeim efnum bundin í lög. Liður b. í 3. gr. laga nr. 96/2019 gerir þá kröfu á kennara (á öllum skólastigum) að kunna að meta hæfni nemenda. Í umræðunni upp á síðkastið hefur Verzló, bronsskólann hans Pawels, reglulega borið á góma. Þeim skóla sé gert óþarflega erfitt fyrir við að velja sér bestu nemendurna ef nemendur fara ekki allir í sama prófið. Áður en við skoðum þá hlið mála mæli ég með að áhugasamir hlusti á viðtal við núverandi skólastjóra Verzló í morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni. Það var gott viðtal sem sýndi að þar fer fær skólamanneskja. En hvernig gafst okkur það kerfi þegar haldin voru samræmd próf til að fleyta öflugustu námsmennina ofan af þvögunni og beint inn í „bestu framhaldsskóla landsins“ eins og Pawel kallaði þá? Hvernig reyndist kerfið sem Viðskiptaráð, bakhjarl Verzló, kallar nú eftir. Hreint ekki nógu vel, ef satt skal segja. Meðan Verzló valdi inn nemendur í skólann út frá samræmdum prófum (og fékk nemendahóp sem var nánast alltaf í fyrsta eða öðru sæti yfir nýnema með hæstu meðaleinkunnir landsins) reiddi þeim nemendum bara alls ekki nógu vel af þegar kom að frekara námi (ef haldið er áfram að miða við próf og einkunnir). Það kann auðvitað að vera að nemendur Verzló hafi samt verið í þriðja besta framhaldsskóla landsins samkvæmt þeim mælikvarða að kennararnir væru vel menntaðir og slegist væri um laus pláss. Það kann meira að segja að vera að nemendurnir hafi talsvert oftar horft á skólann sinn vinna Morfís en aðrir nemendur. En staðreyndin er samt sem áður sú að þegar þessir sömu nemendur komu í Háskóla Íslands og voru metnir í samanburði við aðra nemendur höfðu nær allir yfirburðir í námi þurrkast út. Árið 2012 var stærsti hópur útskriftarnemenda Verzló á félagsvísindasviði HÍ og skilaði þar meðaleinkunn upp á 6,59. Sem skilaði þeim 17. sæti yfir námsárangur, sjónarmun á eftir Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu en töluvert að baki Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Verzlingum gekk heldur betur á öðrum brautum háskólans en náðu samt hvergi hærra en sjöunda sæti yfir námsárangur það ár. Yfirlit áranna á undan varð einum nemanda Vezló tilefni til að skrifa skólanum sínum bréf í skólablaðinu og spyrja hverju sætti að árangurinn væri ekki betri. Þetta varð þá að blaðamáli í Mogganum (ekki dag eftir dag eins og sum mál, heldur að pínulítilli klausu - og mér vitanlega sáu hvorki Brynjar Níelsson né Óli Björn Kárason tilefni til að draga fram lyklaborðið. Viðskiptaráð þagði þunnu hljóði). En hvers vegna hurfu þeir yfirburðir sem samræmdu prófin mældu á leið nemenda gegnum Verzló? Fyrir því gætu verið að minnsta kosti þrjár ástæður. Kannski er Verzló dæmi um skóla sem klúðrar svo rækilega námi nemenda sinna að þeim tekst á örfáum árum að breyta afburðanemendum í miðjumoð… …eða, og það væri alls ekki í ósamræmi við ákveðin stef sem þekkt eru í fræðunum, að það sé hreint ekki æskilegt að stimpla 16 ára nemendur sem námslega yfirstétt sé ætlunin sú að viðhalda aga, metnaði og vaxtarhugarfari til lengri tíma. Þriðji kosturinn gæti síðan verið sá að í Verzló sé ekki eingöngu að undirbúa nemendur undir háskólanám og að þar gerist ýmislegt gott og mikilvægt sem ekki verður mælt á prófi. Þar gæti jafnvel verið meira um slíkt nám en í öðrum framhaldsskólum. En ef svo er, hlýtur slíkum skóla að vera mikill akkur í því að velja inn í skólann nemendur sem eru sterkir á öðru en prófum. Skólanum og nemendum væri þá síst greiði gerður með samræmdum prófum - en þeim mun meiri hag hefði skólinn að margvíslegum öðrum upplýsingum. Pawel prófdómari mat Verzló sem bronsskóla Íslands á sama tíma og HÍ taldi skólann varla komast upp úr undanriðlum sum árin, og næstum aldrei í úrslit. Það er ekki mitt að dæma, hvort matið sé réttmætara, og satt að segja held ég að það skipti ekki miklu máli. Fyrir utan örfáa aðila sem mikið fer fyrir í umræðunni þessa dagana held ég að flestir Verzlingar hafi endað sem hið færasta fólk á sínu sviði. Hinsvegar getum við fullyrt með sæmilegri vissu og viti er að það er miklu flóknara að dæma gæði skóla og nemenda en svo að það verði nokkru sinni gert með einföldum, samræmdum prófum. Höfundur er kennari.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun