Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:33 Kamala Harris með Joe Biden (t.v.) og Barack Obama (t.h.) á góðri stundu. Hún nýtur stuðnings beggja til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32
Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48
„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34