Theódór Elmar óttast krossbandsslit: „Vona það besta en hræddur um það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2024 09:51 Theódór Elmar Bjarnason óttast að ferlinum sé lokið. Vísir/Anton Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur. Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur.
Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira