Theódór Elmar óttast krossbandsslit: „Vona það besta en hræddur um það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2024 09:51 Theódór Elmar Bjarnason óttast að ferlinum sé lokið. Vísir/Anton Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur. Besta deild karla KR Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur.
Besta deild karla KR Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira