Allt í háaloft þegar faðirinn sneri til baka úr veikindaleyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 11:20 Fyrirtækið sem um ræðir er smíðaverkstæði. Getty Átök í fjölskyldufyrirtæki sem lauk með því að synir sögðu föður sínum upp störfum leiddu til dómsmáls. Tuttugu árum eftir að feðgarnir stofnuðu fyrirtækið fór allt í háaloft. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í vikunni. Faðirinn stefndi fyrirtækinu, smíðaverkstæði sem hann stofnaði með sonum sínum árið 2000, og krafðist á fjórða tug milljóna króna. Faðirinn átti í upphafi 40 prósent í fyrirtækinu en synir hans hvor um sig 30 prósent. Þegar eiginkona föðurins féll frá árið 2019 erfðu börn þeirra hluta móður sinnar sem hafði verið hjúskapareign foreldranna. Þá breyttust hlutföllin þannig að annar sonurinn varð stærsti hluthafinn með 43 prósent en hlutur föðurins varð 27 prósent. Sneri aftur með látum Faðirinn, sem var skráður framkvæmdastjóri, varð fyrir slysi í ársbyrjun 2021 og var í kjölfarið óvinnufær. Hann fékk fullar launagreiðslur út júlí það ár þegar veikindaréttur hans var uppurinn. Hann sneri aftur til vinnu í október og greiddi sér laun næstu tvo mánuði. Mikið ósætti varð á vinnustaðnum í kjölfar endurkomu föðurins. Hann sagði gjaldkera og bókara fyrirtækisins fyrirvaralaust upp en um var að ræða eiginkonu sonar hans sem fór með stærstan hlut í fyrirtækinu. Sagði faðirinn að konan hefði orðið uppvís að grófum og ítrekuðum brotum í starfi. Þau fælu í sér broti á hlýðnisskyldu, greiðslu ósamþykktra reikninga, fjárdrátt og undanskoti verðmæta í eigu fyrirtækisins sem hefðu verið nýtt til að byggja húss í eigu konunnar. Var konan krafin um að yfirgefa vinnustaðinn án tafar. Þá sakaði faðirinn son sinn og eiginkonu hans um úttektir upp á tugi milljóna króna sem hefðu farið í íbúðarhús hjónanna. Lokuðu á aðgang föður Synirnir brugðust við með því að reyna að boða til hluthafafundar til að tryggja yfirráð sín í fyrirtækinu. Það tókst loks milli jóla og nýárs þar sem skráningu félagsins var breytt á þann veg að annar sonurinn var stjórnarmaður og hinn varamaður. Var í framhaldinu lokað á símanúmer föðurins á vegum fyrirtækisins sem og aðgangi að tölvupósti og heimabanka sem hann hafði haft sem framkvæmdastjóri. Þá þurfti hann að skila bíl sem hann hafði umráð yfir. Þá var hann krafinn um að tæma íbúð sem hann hafði búið í. Faðirinn túlkaði framgöngu stjórnar fela í sér uppsögn sem framkvæmdastjóra og krafðist launa í sex mánuði. Þeirri beiðni var hafnað og vísað til þess að enginn ráðningarsamningur hefði verið fyrir hendi. Persónuleg útlát dregin frá arðgreiðslum Faðirinn hefði greitt sér laun í þrjá mánuði eftir endurkomuna án þess að skila tímaskýrslum. Hann hefði auk þess notað kreditkort fyrirtækisins til eigin nota, nýtt í læknisheimsóknir, hádegismat, matarinnkaup og tölvukaup. Allt væru óheimilar úttektir. Þá hefði faðirinn látið fyrirtækið borga bókhaldsstofu og lögmanni fyrir persónulega vinnu. Auk þess hefði hann gefið út fjölda reikninga með röngum fjárhæðum og í mörgum tilvikum án þess að efniskostnaður væri innheimtur samhliða. Sundurliðun á vinnu og efniskostnaði hefði vantað og viðskiptavinir orðið ósáttir við útgefna reikninga. Kröfur hefðu safnast upp og stefnandi ekki greitt reikninga á réttum tíma. Faðirinn ákvað því að stefna fyrirtækinu og krafðist arðgreiðslu upp á 27 milljónir og sex milljónir króna í vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu hans um arðgreiðslu en ekki launin því synirnir hefðu verið í rétti til að reka föður sinn. Frá 27 milljóna króna arðgreiðslunni dragast þó 3,7 milljónir króna sem hann hafði þegar fengið greiddar og uppsöfnuð útgjöld vegna persónulegs kostnaðar sem faðirinn hafði látið fyrirtækið greiða. Honum voru dæmdar 7,4 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í vikunni. Faðirinn stefndi fyrirtækinu, smíðaverkstæði sem hann stofnaði með sonum sínum árið 2000, og krafðist á fjórða tug milljóna króna. Faðirinn átti í upphafi 40 prósent í fyrirtækinu en synir hans hvor um sig 30 prósent. Þegar eiginkona föðurins féll frá árið 2019 erfðu börn þeirra hluta móður sinnar sem hafði verið hjúskapareign foreldranna. Þá breyttust hlutföllin þannig að annar sonurinn varð stærsti hluthafinn með 43 prósent en hlutur föðurins varð 27 prósent. Sneri aftur með látum Faðirinn, sem var skráður framkvæmdastjóri, varð fyrir slysi í ársbyrjun 2021 og var í kjölfarið óvinnufær. Hann fékk fullar launagreiðslur út júlí það ár þegar veikindaréttur hans var uppurinn. Hann sneri aftur til vinnu í október og greiddi sér laun næstu tvo mánuði. Mikið ósætti varð á vinnustaðnum í kjölfar endurkomu föðurins. Hann sagði gjaldkera og bókara fyrirtækisins fyrirvaralaust upp en um var að ræða eiginkonu sonar hans sem fór með stærstan hlut í fyrirtækinu. Sagði faðirinn að konan hefði orðið uppvís að grófum og ítrekuðum brotum í starfi. Þau fælu í sér broti á hlýðnisskyldu, greiðslu ósamþykktra reikninga, fjárdrátt og undanskoti verðmæta í eigu fyrirtækisins sem hefðu verið nýtt til að byggja húss í eigu konunnar. Var konan krafin um að yfirgefa vinnustaðinn án tafar. Þá sakaði faðirinn son sinn og eiginkonu hans um úttektir upp á tugi milljóna króna sem hefðu farið í íbúðarhús hjónanna. Lokuðu á aðgang föður Synirnir brugðust við með því að reyna að boða til hluthafafundar til að tryggja yfirráð sín í fyrirtækinu. Það tókst loks milli jóla og nýárs þar sem skráningu félagsins var breytt á þann veg að annar sonurinn var stjórnarmaður og hinn varamaður. Var í framhaldinu lokað á símanúmer föðurins á vegum fyrirtækisins sem og aðgangi að tölvupósti og heimabanka sem hann hafði haft sem framkvæmdastjóri. Þá þurfti hann að skila bíl sem hann hafði umráð yfir. Þá var hann krafinn um að tæma íbúð sem hann hafði búið í. Faðirinn túlkaði framgöngu stjórnar fela í sér uppsögn sem framkvæmdastjóra og krafðist launa í sex mánuði. Þeirri beiðni var hafnað og vísað til þess að enginn ráðningarsamningur hefði verið fyrir hendi. Persónuleg útlát dregin frá arðgreiðslum Faðirinn hefði greitt sér laun í þrjá mánuði eftir endurkomuna án þess að skila tímaskýrslum. Hann hefði auk þess notað kreditkort fyrirtækisins til eigin nota, nýtt í læknisheimsóknir, hádegismat, matarinnkaup og tölvukaup. Allt væru óheimilar úttektir. Þá hefði faðirinn látið fyrirtækið borga bókhaldsstofu og lögmanni fyrir persónulega vinnu. Auk þess hefði hann gefið út fjölda reikninga með röngum fjárhæðum og í mörgum tilvikum án þess að efniskostnaður væri innheimtur samhliða. Sundurliðun á vinnu og efniskostnaði hefði vantað og viðskiptavinir orðið ósáttir við útgefna reikninga. Kröfur hefðu safnast upp og stefnandi ekki greitt reikninga á réttum tíma. Faðirinn ákvað því að stefna fyrirtækinu og krafðist arðgreiðslu upp á 27 milljónir og sex milljónir króna í vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu hans um arðgreiðslu en ekki launin því synirnir hefðu verið í rétti til að reka föður sinn. Frá 27 milljóna króna arðgreiðslunni dragast þó 3,7 milljónir króna sem hann hafði þegar fengið greiddar og uppsöfnuð útgjöld vegna persónulegs kostnaðar sem faðirinn hafði látið fyrirtækið greiða. Honum voru dæmdar 7,4 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira