Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 13:38 Frá vettvangi í Kópavogi umrætt kvöld. Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33