Ryan Sessegnon aftur heim í Fulham Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 22:01 Ryan Sessegnon í leik með Fulham fyrir margt löngu vísir/getty Örvfætti miðjumaðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fulham á frjálsri sölu en Sessegnon var á sínum tími seldur til Tottenham á 25 milljónir punda. Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá. Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla. 19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019 Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham. Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja. Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum. 🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá. Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla. 19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019 Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham. Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja. Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum. 🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira