Maðurinn ók um á bíl á eftir konunni sem var fótgangandi, fór út úr bifreiðinni og kallaði á eftir henni með buxurnar á hælunum þannig að getnaðarlimur hans blasti við. Konan, sem gerði lögreglu viðvart, segist hafa komist heim til sín heil á húfi.
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og bíði þess nú að verða yfirheyrður.