„Ég vildi óska að það væru fleiri konur í þessu starfi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. júlí 2024 10:11 Það var fyrir tilviljun að Gauja endaði sem leigubílstjóri í Danmörku. Samsett Þegar Guðríður Aðalbjörg Þorsteinsdóttir flutti til Horsens í Danmörku árið 2006 átti hún síst von á því að hún myndi enda sem leigubílstjóri- nánar tiltekið annar af tveimur kvenkyns leigubílstjórum sem starfa í bæjarfélaginu. Á seinasta ári birtist umfjöllun á vef TV2 í Danmörku þar sem rætt var við konur sem starfa í karllægum atvinnugreinum. Guðríður, eða Gauja, eins og hún er oftast kölluð, var þar á meðal. „Við erum rosalega fáar sem erum að keyra leigubíl hérna í Danmörku, og hvað þá á nóttunni. Ég held við séum undir tvö prósent,“ segir Gauja. Í Danmörku notast Gauja ávallt við nafnið Gøja – og af góðri ástæðu. „Ég er búin að vera hérna í átján ár og ég hef ekki ennþá fundið manneskju sem getur borið fram nafnið Guðríður. Gøja var þess vegna fín lending.” Leigubílstjórar heyra allt Gauja flutti til Danmerkur á sínum tíma ásamt fyrrum eiginmanni og börnum þeirra tveimur sem í dag eru orðin 18 ára og 21 árs gömul. „Okkur langaði einfaldlega að skipta umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Planið var að vera hérna í Danmörku í þrjú til fimm ár, en það hefur augljóslega aðeins togast á langinn. Þegar komið var til Danmerkur sótti Gauja sér menntun sem svokallaður „sosu-hjælper” og fór síðan að starfa við aðhlynningu aldraðra í heimaþjónustu. Það var síðan fyrir tilviljun að fór út í leigubílageirann, og það var fyrir tilstilli nágranna hennar, sem í dag er yfirmaður hennar. Síðan eru liðin sex ár. Alveg frá upphafi hefur Gauja eingöngu sóst eftir að keyra leigubíl að næturlagi, og hún keyrir einungis um helgar. „Mér finnst það langskemmtilegast, og kosturinn við að keyra að nóttu til er líka að maður losnar við að festast í traffík. Það er önnur stemning en á daginn.“ Eins og er þá er Gauja eina konan sem keyrir leigubíl að næturlagi í Horsens. Ein önnur kona starfar sem leigubílstjóri á svæðinu, en hún keyrir einungis á daginn. „Ég sker mig kannski svolítið úr, ljóshærð með blá augu og langar neglur og augnhár. Ég er ekki alveg þessi staðalímynd sem fólk hefur af leigubílstjórum. En ef einhver spyr mig af hverju ég sé í þessu starfi, verandi kona, þá spyr ég nú bara á móti: Af hverju ekki? En ég hef alveg fundið fyrir því hérna að það er borin rosalega mikil virðing fyrir konum, og ég vildi óska að það væru fleiri konur í þessu starfi.“ Líkt og Gauja bendir á þá er ekki óalgengt að leigubílstjórar endi í hlutverki sálfræðinga. Farþegar eiga það til að opna sig upp á gátt. „Það er oft talað um að hárgreiðslufólk fái að heyra allt, en ég held að leigubílstjórar fái að heyra miklu meira. Og konur hlusta og tala öðruvísi en karlar, held ég.“ Gauja hefur séð og upplifað ýmislegt á undanförnum sex árum.Aðsend Hefur aldrei upplifað sig í hættu „Ég kann ofboðslega vel við mig í þessu starfi. Þetta er svo skemmtilegt, allt þetta fólk sem ég hitti á hverjum degi,“ segir Gauja en hún leggur mikið upp úr góðri þjónustu við farþegana. Hún leyfir til dæmis farþegunum alltaf að ráða tónlistinni í bílnum, og hljóðstyrknum. „Mér finnst það nauðsynlegt, upp á stemninguna. Fólk er kannski á leiðinni út á lífið og er í stuði fyrir ákveðna tónlist. Ég reyni líka að sjá hvernig fólk er þegar það sest inn í bílinn, og hvernig það bregst við. Ef manneskjan er með andlitið ofan í símanum þá er ég ekkert að reyna að brydda upp á samræðum. En ef ég sé á fólki að það vill spjalla, þá spjalla ég við það. En við erum líka með ákveðnar reglur í leigubílabransanum; við tölum ekki um trúarbrögð, pólitík eða kynlíf við farþega. Ef fólk kemur inn í bílinn og fer að tala um eitthvað af þessu þá sný ég út úr samræðunum og beini þeim eitthvað annað. Þú ert auðvitað heldur ekkert að fara að rökræða þessa hluti við fólk sem er kannski búið að fá sér í glas og svona. Það getur endað í hávaðarifrildi, og algjörlega eyðilagt ferðina fyrir fólki.“ Aðspurð segist Gauja aldrei hafa fundið fyrir að öryggi hennar sé ógnað í starfinu, eða upplifað hættulegar aðstæður. „Það er allt myndað hjá okkur. Ég er með öryggishnapp í bílnum og myndavél . Ef eitthvað kemur upp þá ýti ég á takkann og þá sjá allir hinir bílarnir á stöðinni strax hvar ég er og það kemur tilkynning til aðalstöðvarinnar. Þá kviknar líka á myndavélinni og ég fæ beint samband við lögreglu sem getur fylgst með og talað við mig í gegnum kerfið. Hérna getur konur beðið sérstaklega um kvenkynsleigubílstjóra, og það er líka hægt að óska sérstaklega eftir leigubílstjóra sem leyfir dýr eða er með aðbúnað fyrir lítil börn. Karlar geta hins vegar ekki beðið sérstaklega um kvenkynsleigubílstjóra.“ Gauja kveðst aldrei hafa upplifað hættulegar aðstæður eða fundist öryggi hennar vera ógnað.Aðsend Sjálfsögð krafa að tala tungumálið Að sögn Gauju eru útlendingar í meirihluta þeirra sem keyra leigubíl í Danmörku, eða í kringum sjötíu prósent. En öfugt við það sem tíðkast á Íslandi er ávallt gerð sú krafa að leigubílstjórar tali dönsku. Það sama gildir annarstaðar. „Danir myndu aldrei sætta sig við að fara í stórmarkað eins og Bilka og þurfa að tala ensku við afgreiðslufólkið. Ég hef aldrei orðið vitni að því hér.“ Fyrstu fimm árin í Danmörku talaði Gauja nánast einungis ensku en hún er nú orðin reiprennandi í dönskunni og talar tungumálið nánast eins og innfædd. „Mér finnst það bara sjálfsögð krafa að þú talir tungumál landsins sem þú býrð í. Ef þú ætlar að vera hluti af samfélaginu, og ég tala nú ekki um ef þú ætlar að vera á vinnumarkaðnum þá áttu að sjálfsögðu að læra tungumálið. Í dag líður mér eins og ég sé ein af þeim, og það er ekki komið öðruvísi fram við mig heldur en innfædda.“ Mikill munur á lífsgæðum Þegar farþegar komast að því að Gauja er íslensk vekur það undantekningarlaust upp spurningar og margir eru mjög forvitnir. „Margir tala um náttúruna og fólk vill auðvitað vita af hverju ég búi í Danmörku. Svo er mjög algengt að fólk tali um handboltann og undanfarið hafa margir farið að tala um eldgosið. Þeir vita þó oftast meira um það en ég, enda búin að vera hérna í Danmörku í öll þessi ár og er ekki fyllilega með á nótunum varðandi allt sem er að gerast heima á Íslandi.“ Gauja hefur komið sér vel fyrir í Horsens og hugnast ekki að flytja aftur til Íslands. „Ég get hreinlega ekki hugsað mér að flytja aftur heim. Það er svo mikill lífsgæðamunur. Til dæmis bara veðurfarið, það er kannski ekki Spánarveður hérna en það er samt munur, og það er alveg lúxus að geta tyllt sér útivið með kaffibollann á morgnana. Eins með verðlagið, að geta leyft sér að hafa kjöt eða kjúkling í matinn á hverju kvöldi ef maður vill. Og eins leiguverð. Við fjölskyldan búum í 190 fermetra íbúð í miðbæ Horsens og greiðum 160 þúsund í leigu á mánuði, eitthvað sem okkur myndi aldrei bjóðast heima. Svo er svo margt sem er hægt að gera hérna sem kostar engan pening, eins og að fara á ströndina.“ Danmörk Íslendingar erlendis Leigubílar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Á seinasta ári birtist umfjöllun á vef TV2 í Danmörku þar sem rætt var við konur sem starfa í karllægum atvinnugreinum. Guðríður, eða Gauja, eins og hún er oftast kölluð, var þar á meðal. „Við erum rosalega fáar sem erum að keyra leigubíl hérna í Danmörku, og hvað þá á nóttunni. Ég held við séum undir tvö prósent,“ segir Gauja. Í Danmörku notast Gauja ávallt við nafnið Gøja – og af góðri ástæðu. „Ég er búin að vera hérna í átján ár og ég hef ekki ennþá fundið manneskju sem getur borið fram nafnið Guðríður. Gøja var þess vegna fín lending.” Leigubílstjórar heyra allt Gauja flutti til Danmerkur á sínum tíma ásamt fyrrum eiginmanni og börnum þeirra tveimur sem í dag eru orðin 18 ára og 21 árs gömul. „Okkur langaði einfaldlega að skipta umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Planið var að vera hérna í Danmörku í þrjú til fimm ár, en það hefur augljóslega aðeins togast á langinn. Þegar komið var til Danmerkur sótti Gauja sér menntun sem svokallaður „sosu-hjælper” og fór síðan að starfa við aðhlynningu aldraðra í heimaþjónustu. Það var síðan fyrir tilviljun að fór út í leigubílageirann, og það var fyrir tilstilli nágranna hennar, sem í dag er yfirmaður hennar. Síðan eru liðin sex ár. Alveg frá upphafi hefur Gauja eingöngu sóst eftir að keyra leigubíl að næturlagi, og hún keyrir einungis um helgar. „Mér finnst það langskemmtilegast, og kosturinn við að keyra að nóttu til er líka að maður losnar við að festast í traffík. Það er önnur stemning en á daginn.“ Eins og er þá er Gauja eina konan sem keyrir leigubíl að næturlagi í Horsens. Ein önnur kona starfar sem leigubílstjóri á svæðinu, en hún keyrir einungis á daginn. „Ég sker mig kannski svolítið úr, ljóshærð með blá augu og langar neglur og augnhár. Ég er ekki alveg þessi staðalímynd sem fólk hefur af leigubílstjórum. En ef einhver spyr mig af hverju ég sé í þessu starfi, verandi kona, þá spyr ég nú bara á móti: Af hverju ekki? En ég hef alveg fundið fyrir því hérna að það er borin rosalega mikil virðing fyrir konum, og ég vildi óska að það væru fleiri konur í þessu starfi.“ Líkt og Gauja bendir á þá er ekki óalgengt að leigubílstjórar endi í hlutverki sálfræðinga. Farþegar eiga það til að opna sig upp á gátt. „Það er oft talað um að hárgreiðslufólk fái að heyra allt, en ég held að leigubílstjórar fái að heyra miklu meira. Og konur hlusta og tala öðruvísi en karlar, held ég.“ Gauja hefur séð og upplifað ýmislegt á undanförnum sex árum.Aðsend Hefur aldrei upplifað sig í hættu „Ég kann ofboðslega vel við mig í þessu starfi. Þetta er svo skemmtilegt, allt þetta fólk sem ég hitti á hverjum degi,“ segir Gauja en hún leggur mikið upp úr góðri þjónustu við farþegana. Hún leyfir til dæmis farþegunum alltaf að ráða tónlistinni í bílnum, og hljóðstyrknum. „Mér finnst það nauðsynlegt, upp á stemninguna. Fólk er kannski á leiðinni út á lífið og er í stuði fyrir ákveðna tónlist. Ég reyni líka að sjá hvernig fólk er þegar það sest inn í bílinn, og hvernig það bregst við. Ef manneskjan er með andlitið ofan í símanum þá er ég ekkert að reyna að brydda upp á samræðum. En ef ég sé á fólki að það vill spjalla, þá spjalla ég við það. En við erum líka með ákveðnar reglur í leigubílabransanum; við tölum ekki um trúarbrögð, pólitík eða kynlíf við farþega. Ef fólk kemur inn í bílinn og fer að tala um eitthvað af þessu þá sný ég út úr samræðunum og beini þeim eitthvað annað. Þú ert auðvitað heldur ekkert að fara að rökræða þessa hluti við fólk sem er kannski búið að fá sér í glas og svona. Það getur endað í hávaðarifrildi, og algjörlega eyðilagt ferðina fyrir fólki.“ Aðspurð segist Gauja aldrei hafa fundið fyrir að öryggi hennar sé ógnað í starfinu, eða upplifað hættulegar aðstæður. „Það er allt myndað hjá okkur. Ég er með öryggishnapp í bílnum og myndavél . Ef eitthvað kemur upp þá ýti ég á takkann og þá sjá allir hinir bílarnir á stöðinni strax hvar ég er og það kemur tilkynning til aðalstöðvarinnar. Þá kviknar líka á myndavélinni og ég fæ beint samband við lögreglu sem getur fylgst með og talað við mig í gegnum kerfið. Hérna getur konur beðið sérstaklega um kvenkynsleigubílstjóra, og það er líka hægt að óska sérstaklega eftir leigubílstjóra sem leyfir dýr eða er með aðbúnað fyrir lítil börn. Karlar geta hins vegar ekki beðið sérstaklega um kvenkynsleigubílstjóra.“ Gauja kveðst aldrei hafa upplifað hættulegar aðstæður eða fundist öryggi hennar vera ógnað.Aðsend Sjálfsögð krafa að tala tungumálið Að sögn Gauju eru útlendingar í meirihluta þeirra sem keyra leigubíl í Danmörku, eða í kringum sjötíu prósent. En öfugt við það sem tíðkast á Íslandi er ávallt gerð sú krafa að leigubílstjórar tali dönsku. Það sama gildir annarstaðar. „Danir myndu aldrei sætta sig við að fara í stórmarkað eins og Bilka og þurfa að tala ensku við afgreiðslufólkið. Ég hef aldrei orðið vitni að því hér.“ Fyrstu fimm árin í Danmörku talaði Gauja nánast einungis ensku en hún er nú orðin reiprennandi í dönskunni og talar tungumálið nánast eins og innfædd. „Mér finnst það bara sjálfsögð krafa að þú talir tungumál landsins sem þú býrð í. Ef þú ætlar að vera hluti af samfélaginu, og ég tala nú ekki um ef þú ætlar að vera á vinnumarkaðnum þá áttu að sjálfsögðu að læra tungumálið. Í dag líður mér eins og ég sé ein af þeim, og það er ekki komið öðruvísi fram við mig heldur en innfædda.“ Mikill munur á lífsgæðum Þegar farþegar komast að því að Gauja er íslensk vekur það undantekningarlaust upp spurningar og margir eru mjög forvitnir. „Margir tala um náttúruna og fólk vill auðvitað vita af hverju ég búi í Danmörku. Svo er mjög algengt að fólk tali um handboltann og undanfarið hafa margir farið að tala um eldgosið. Þeir vita þó oftast meira um það en ég, enda búin að vera hérna í Danmörku í öll þessi ár og er ekki fyllilega með á nótunum varðandi allt sem er að gerast heima á Íslandi.“ Gauja hefur komið sér vel fyrir í Horsens og hugnast ekki að flytja aftur til Íslands. „Ég get hreinlega ekki hugsað mér að flytja aftur heim. Það er svo mikill lífsgæðamunur. Til dæmis bara veðurfarið, það er kannski ekki Spánarveður hérna en það er samt munur, og það er alveg lúxus að geta tyllt sér útivið með kaffibollann á morgnana. Eins með verðlagið, að geta leyft sér að hafa kjöt eða kjúkling í matinn á hverju kvöldi ef maður vill. Og eins leiguverð. Við fjölskyldan búum í 190 fermetra íbúð í miðbæ Horsens og greiðum 160 þúsund í leigu á mánuði, eitthvað sem okkur myndi aldrei bjóðast heima. Svo er svo margt sem er hægt að gera hérna sem kostar engan pening, eins og að fara á ströndina.“
Danmörk Íslendingar erlendis Leigubílar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira